Váleg tíðindi á vondum tímum

Það eru vissulega váleg tíðindi að frystigeymslur skuli vera orðnar yfirfullar af helstu útflutningsvöru okkar fiskinum. Verð á áli sem er önnur verðmætasta útflutningsafurðin hefur hríðfallið og útlitið því miklu verra en í fljótu bragði virtist. Þar á ofan skila eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna ekki nema hluta af andvirði afurða sinna á erlendum mörkuðum. Sem er  glæpurinn í þessu öllu, að handhafar gjafakvótans skili þjóðinni ekki útflutningsverðmætinu.

Útflytjendur sjávarafurða hafa að því er virðist aflað sér nýrra viðskiptavina erlendis sem vildu kaupa dýrustu  afurðirnar og til að geta sinnt þeirra kröfum urðu þeir að láta gömlu og góðu viðskiptavinina sem alltaf stóðu sig í öldugangi viðskiptanna sigla sinn sjó.

Verið getur að aðeins sé um færslu á birgðahaldinu að ræða og nú þurfi framleiðendur að bera kostnaðinn af birgðahaldinu. Veik von að það sé skýringin.

Ýmsar vangaveltur aðrar er hægt að hafa en þær verða að bíða. 


mbl.is Frystigeymslur stútfullar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verð á áli mun hækka þegar veröldin réttir úr kútnum. Hvað heldurðu um Obama? Mun hann ekki færa Könum nýja von og nýja döngun?

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vonarglætan er fyrir vestan okkur á meðan svarnættið grúfir yfir gamla heiminn eins og horfir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.1.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband