Hvað með Makkann?

Eigendur Macintoshtölva kætast alltaf þegar þeir heyra/lesa um tölvuormana  sem hrjá PC-tölvueigendur en þeir þekkja árans ormana einungis af afspurn.

Verður svo um ókomna framtíð? 


mbl.is Tölvuormur hrellir milljónir Windows notenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við kætumst svo sem ekkert. Þetta er meira svona leiðinda tilfinning eins og þegar við lesum um ófarir fólks í útlöndum. Það er leiðinlegat að heyra þetta, en kemur okkur svo sem ekkert við. Kannski við setjum 10kall í púkk fyrir ógæfusama fólkið. Kannski ekki. Munurinn er auðvitað að ógæfufólkið í útlöndum á engra kosta völ. Þeir sem kaupa sér Windows tölvur geta sjálfum sér um kennt.

Það kemur örugglega að því að við fáum vírus í hausinn, en þar sem kerfið er töluvert betur byggt, verða þeir aldrei eins margir og í Windows.

Villi Asgeirsson, 18.1.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Kristján Logason

Það er ljótt að kætast yfir óförum annarra og svona óværa er lítið til að kætast yfir. Hér skiptir kanski mestu sú stefna Micro$oft að gera sem flest af aðgerðum sjálvirkt og án nokkurar eftirlits notenda. Þannig geta þeir haft meira puttana í því hvað notendur gera , sem og aðrir.

Mac hefur sloppið vel en vegna aukina vinsælda gæti það breyst. ég hef hins vegar ekki séð eða fundið neitt í mínum tölvum í mörg ár. Tékka samt reglulega.

Vonandi verður svo áfram

Kristján Logason, 19.1.2009 kl. 03:28

3 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Það var nú bara um daginn sem eitthvað mac tímarit mælti með því að við makkanotendur ættum að fara að huga að því að fá okkur vírusvarnir (þessari frétt var líka skellt á mbl.is).

Vegna aukinnar vinsælda apple eru fleiri og fleiri tölvuþrjótar farnir að beina sjónum sínum að makkanum.

Jón Gestur Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 13:49

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er þá rétt að fara að líta í kringum sig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband