15.1.2009 | 21:08
Þarf Landhelgisgæslan að fara að lögum?
Það er auðvitað óhæfa að konan hafi engið loforð um starf hjá gæslunni tveimur árum áður en starfið var laust til umsóknar. Og það áður en hún lauk námi. Landhelgisgæslan verður að fara að lögum, eða hvað?
Flugmaður í mál við Gæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sat höggdofa undir þessum fréttum og það hafa trúlega fleiri gert. Þarna er verið að velja hæfasta fólkið sem á að bjarga mannslífum við oft og tíðum skelfilegar aðstæður. Er þetta rétta aðferðin til þess að finna hæfasta fólkið?
Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 21:17
Varla mikið frekar en forsætisráðherra [og fjármálaráðherra (settur dómsmálaráðherra)]...
Eða hvað?
Snorri Magnússon, 15.1.2009 kl. 21:18
Landhelgisgæslan verður umfram allt að vera fagleg í mannaráðningum sínum.
Snorri kemst greinilega að kjarna málsins, eða hvað?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2009 kl. 21:20
...ekki með á nótunum, sorry....
Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 21:26
Er ekki forsætisráðherra nýlega orðinn vís að því að brjóta lög við setningu skrifstofustjóra nýrrar efnahags- og alþjóðamálaskrifstofu ráðuneytisins, án auglýsingar? (sjá álit umboðsmanns Alþingis http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1259&Skoda=Mal) en þar segir m.a:
"Það er niðurstaða mín að forsætisráðherra hafi borið skylda að lögum til að auglýsa embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Því var óheimilt að setja X til 10 mánaða í embættið án undangenginnar auglýsingar."
Það er svo óþarfi, að mínu mati, að fjalla sérstaklega um skipun fjármálaráðherra (setts dómsmálaráðherra) á dómara við héraðsóms norðurlands eystra þar sem um það mál hefur verið fjallað ítarlega af fjölmiðlum m.a. gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann Alþingis.
Eftir höfðinu dansa limirnir er gjarnan sagt.......
Snorri Magnússon, 15.1.2009 kl. 21:53
OK, nú skilég hvað þú ert að fara Snorri. Mín skoðun á þessu er afdráttarlaus: ráðherra á að fara með fullt og óskorað vald til þess að velja sér nánustu starfsmenn, en þau störf eiga líka að losna þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Mér er sagt - heyrði fyrir löngu - að þegar nýr forseti tekur við stjórntaumum í Bandaríkjunum losni tugþúsundir af slíkum stöðum. Það er óþolandi nefndafargan hér á Íslandi og það er líka óþolandi að búa við þeitta eilífa rifrildi út af stöðuveitingum. Og þessar nefndir, Snorri: eru þær eitthvað áreiðanlegri en mat ráðherrans? Finnst þér þessi frétt um Landhelgisgæsluna gefa tilefni til slíkrar ályktunar?
Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 21:59
Eitt hneyksli á dag er lámarks krafan.
Kastljósfólkið hafa staðið sig mjög vel.
Heidi Strand, 15.1.2009 kl. 22:03
Er ekki hneyksli þar( kastljósi) líka var ekki Helgi Seljan ráðin án auglýsingar mig minnir það þeir leiðrétta það þá. Þessar ráðningar eru allar með tölu á sama veg enda skipa ráðherrar á sama máta taka ekkert tillit til hæfni eða reynslu þeir sem vinna svona geta ekki skammað undir menn sína fyrir sömu sakir og þeir beita sjálfir .
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.1.2009 kl. 22:31
Snorri, þetta vantaði mig í myndina. Ráðherra verður að fá að velja sér nánustu samstarfsmenn að mínu mati.
Það er gott fyrir bloggara Heidi að fá eit til tvö hneyksli á dag. Það heldur okkur á tánum.
Jón, ég held að Kastljósið hafi verið að leita að eiginleikum Helga Seljan og þar af leiðandi var ekki hægt að ráða annan.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2009 kl. 22:54
Fyrirgefðu Heimir en það var ekki ætlan mín að yfirtaka bloggið þitt til skoðanaskipta vegna skrifa minna á því en ég verð að svara Baldri og svo er ég hættur:
Baldur:
Skoðun þín er góð og gild og ég ber fulla virðingu fyrir henni. Því er hinsvegar svo farið, í stöðuveitingum á vegum hins opinbera, að þar ber að fara að ákveðnum leikreglum sem settar eru í stjórnsýslulögum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna - hvorutveggja samþykkt af Alþingi.
Ég geri ráð fyrir því, án þess þó að vita það, að lög þessi hafi verið sett til að koma í veg fyrir það ástand sem sú frétt fjallar um, sem er tilefni þessa bloggs.
Í einkageiranum er hlutum öðruvísi farið en í opinbera geiranum því þar er verið að höndla með hvorutveggja fé og hagsmuni þeirra sem eiga fyrirtækin vs. opinbera geirann þar sem verið er að höndla með fé og hagsmuni almennings. Það er því afar mikilvægt að strangar leikreglur gildi um t.d. stöðuveitingar á vegum hins opinbera til að koma í veg fyrir allt í senn; hagsmunatengsl, sérhagsmuni, spillingu og sóun á almannafé (skattpeningum almennings) svo eitthvað sé nefnt.
Með þessari lagasetningu er líka verið að gæta að því að hinn hæfasti umsækjandi hverju sinni, óháð ættar-, pólitískum- eða fjárhagslegum tengslum, sé ráðinn því það hljóta að vera hagsmunir almennings hverju sinni að hæfasti eintaklingurinn úr hópi umsækjenda sé valinn til starfans.
Ráðherrar hafa fullt og óskorað vald til að velja sér sína aðstoðarmenn hverju sinni en því er - kannski því miður - þannig farið að vald þeirra lýtur t.d. ekki að ráðuneytisstjórum eða skrifstofustjórum einstakra fagdeilda innan ráðuneytanna þar sem allt það fólk fellur undir skilgreiningar mínar hér að ofan. Ég er því sammála þessari fullyrðingu þinni en hún á bara ekki við í því tilviki sem fréttin, sem bloggið fjallar um, er um. (Hér er afar freistandi að vísa til bresku gamanþáttanna "Yes minister").
Snorri Magnússon, 15.1.2009 kl. 23:16
Að sjálfsögðu þarf hlandhelgisgæslan ekki að fara að lögum á meðan sjálfstæðismenn eru við völd því þeir hafa gefið tóninn með fáránlegum lögbrotum við stöðuveitingar og er þar frægasta lögleysan þegar Árni hrossalæknir skipaði Davíðsson þrátt fyrir að hann væri síst hæfur í djobbið. Ég held að það hafi verið Sigurður Líndal prófessor emeritus sem færði rök fyrir því að ráðherra hafi ekki haft heimild til að skipa í það embætti eftir geðþótta heldur bæri honum lagaskylda til að fara að áliti matsnefndarinnar. En að sjálfsögðu mótmæla sjálfstæðismenn því af því að lögin ná ekki yfir þá ...eða það kenndi Dabbi drulluhali þeim.
corvus corax, 15.1.2009 kl. 23:17
Snorri, ég þakka þér fyrir málefnalegt svar sem ber vott um að þú hafir kynnt þér þessi mál mjög vel og þú þekkir þau bersýnilega betur en ég. Hvað bloggið varðar, þá hefur Heimir gefið upp boltann og við megum sparka honum um víðan völl eins og okkur lystir. Heimir hefur bara gaman af þessu. Ég leyfi mér að hvetja þig til að kommentera sem mest á þessi mál og helst fleiri, því þú ert augsýnilega fróður maður og vel skrifandi.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að um þessi mál gilda lög og reglur, og eftir þeim ber að fara. Ég er hins vegar alfarið á móti þessum lögum. Mætti ég svo minna þig á málið fræga norður á Akureyri þegar auglýst var staða leikhússtjóra. Einn umsækjandi var kona sem hafði þvílíkan haug af skírteinum að menn höfðu vart séð annað eins. Því miður þekktu margir til þessarar konu og öllum bar saman um að hún væri fullkomlega óhæf til svo gott sem allra mannlegra samskipta, þó svo að hún hefði fengist við nám í háskólum og lokið prófum. Annar maður var ráðinn, allt fór á annan endann, Jafnréttisráð gekk berserksgang, ráðherra sagði af sér, leikhússtjórinn var plagaður og allir voru óhamingjusamir. Ég segi eins og Hörður Torfason: lögin BURRRRRRRTTTT!
Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 23:42
Baldur, takk fyrir þetta.
Mér var ekki kunnugt um mál leikhússtjórans, sem þú nefnir, en m.v. það sem þú segir í þinni athugasemd virðist málið hafa verið afgreitt af "sanngirni" og m.v. upplýsingar sem fyrir lágu í málinu, hvort sem það var almannarómur (e. common knowledge) eða annað en það, í raun breytir ekki því sem ég skrifaði hér að ofan. Þær "valnefndir" sem skipaðar eru hverju sinni til að fjalla um starfsumsóknir eiga einmitt að leita eftir "ÖLLUM SANNLEIKANUM".
Einn vandinn í þessu dæmi öllu saman er sú staðreynd að fæstir "þora að segja sannleikann" en þar á ég við það að ef einhver er óhæfur til verka hvort sem það er vegna vandamála í mannlegum samskiptum eða á öðrum sviðum (sbr. það sem þú segir í þiNni færslu) þá þorir enginn, af ótta við hina svokölluðu pólitísku rétthugsun (e. political correctness: http://en.wikipedia.org/wiki/Political_correctness) að segja hlutina eins og þeir í raun eru. Þetta aftur gerir það að verkum að þeir sem fjalla um menn og málefni fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut til að komast hjá því að, hvorutveggja rökræða og rökstyðja sitt mál.
Sem dæmi þá man ég eftir því að hafa heyrt sögu af því, þegar ég starfaði hjá Sameinuðu Þjóðunum, að Íslendingur einn, sem orðinn var afar háttsettur innan SÞ, hélt deildarstjórafund þar sem verið var að fara yfir umsóknir aðila sem vildu koma til vinnu hjá SÞ á þessum ákveðna stað (friðargæsluverkefni - e. peacekeeping mission). Sagan segir að ákveðinn deildarstjóri, sem sat við borðið hafi sagt við okkar mann (Íslendinginn) að hann vildi ekki sjá ákveðinn aðila í vinnu hjá sér þar sem viðkomandi væri ekki brúklegur til neins. Íslendingurinn gerði sér þá lítið fyrir og rétti að þessum deildarstjóra frammistöðumat þessa aðila - sem deildarstjórinn hafði hafnað - í hverju frammistöðueinkunnir voru allar á þann veg að þessi einstaklingur væri frábær í alla staði! Vandinn við þetta frammistöðumat var sá að áðurnefndi deildarstjórinn, sem ekki vildi einstaklinginn í vinnu, hafði sjálfur ritað frammistöðumatið nokkrum misserum áður í öðru verkefni á vegum SÞ!!! Það hafði hann gert, á þann veg, sem hér er lýst, til að komast hjá "vandræðunum" og "leiðindunum" sem fylgdu því að segja satt og rétt frá.....
Öll lög eru ákveðnum annmörkum búin, þar sem þau eru jú mannanna verk, en þau lög sem fjalla um skipanir og setningar í störf á vegum hins opinbera eru eins vel úr garði gerð og frekst er unnt, hvað svo sem hverjum og einum finnst um "réttlætið" sem í þeim felst. Meginmarkmið slíkrar lagasetningar er einfaldlega það að hinn hæfasti umsækjeneda hverju sinni (þegar ALLT er skoðað) sé valinn til starfans. Lögin gera, því miður, ekki ráð fyrir dæmum sem ég hef lýst hér að ofan þar sem lög, almennt (að undanskyldum hegningarlögum og öðrum refsilögum), gera ráð fyrir því að einstaklingurinn sé, í öllum sínum samskiptum við annað fólk HEIÐARLEGUR, SANNGJARN OG RÉTTVÍS.
Snorri Magnússon, 16.1.2009 kl. 00:19
Þetta er elegant frásögn - rödd skynseminnar. Í galskap mínum minnist ég danska fornleifafræðingsins sem var allra manna snjallastur á sínu sviði og gríðarlega eftirsóttur til að annast forstöðu safna og annarra hárra embætta. Hann var alltaf látinn fara innan tíðar því hann var svo fjölþreifinn við konur, bókstaflega réði ekki við sig. Fínn náungi, geysilega skemmtilegur, ritaði margar bækur og á ég amk eina ef ekki fleiri. Ég hitti hann í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Þá skammaði hann Íslendinga. Íslenski hesturinn var náttúruleg skepna, búin að laga sig að kringumstæðum, sagði hann, en þá fóru Íslendingar að rækta hann samkvæmt fáránlegum stöðlum sem alls ekki henta þessari tegund og nú eru þeir búnir að eyðileggja hann. Sjálfur átti hann tvo eða þrjá íslenska hesta. Hann er dæmi um mann sem hafði betri pappíra en nokkur annar, en prívat ágalli gerði hann óhæfan. Er hægt að taka það fram í faglegri umsögn að einhver sé kvensamur?
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 00:36
Snorri Magnússon, 16.1.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.