13.1.2009 | 13:10
Eiga Afríkubúar sér ekki málsvara hér á landi?
Hrikaleg tíðindi berast okkur frá A-Kongó er sagt er frá fjöldamorðum Úgandska uppreisnarhópsins Andspyrnuher Drottins. Það eru líka tíðindi að málsvarar finnast ekki hér á landi þegar svartir eru drepnir í hundruða tali.
Hundruð myrt í A-Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru Vesturlandamenn búnir að gefast upp á Afríku? Mig grunar að Bandaríkjamenn hafi fengið sig fullsadda þegar þeir sendu herinn inn í Sómalíu til að hjálpa stríðshrjáðu fólki - en þá snerust allir sem einn gegn Könunum, skutu þá og drápu og drógu líkin eftir götunum; svo héldu þeir áfram að berjast hver við annan. Afríkumenn verða að taka málin í sínar eigin hendur.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 13:26
Nú er það svart.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 13:31
Hvað leggur þú til að gert verði Heimir? "Andspyrnuher drottins" eru auðvitað ógeðsleg samtök kristinna ofsatrúarmanna sem verður að komast fyrir endan á. Enda hafa herir frá nágrannalandinu Úganda (þar sem glæpasamtökin eiga uppruna sinn), Kongó og hersveitir í suður Súdan tekið höndum saman við að reyna að ná í rassgatið á fjöldamorðingjunum. Síðan hafa nær öll ríki heims lýst þessa ofsatrúarmenn sem glæpasamtök og foringi þeirra er eftirlýstur af alþjóða dómstólnum sem stríðsglæpamaður. Hvað vilt þú að verði gert meira? Hverju ert þú að mótmæla?
Guðmundur Auðunsson, 13.1.2009 kl. 13:47
Guðmundur, eigum við ekki að biðja Guð að hjálpa þeim;)?
Er ég að mótmæla?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 13:50
Hvert er þá markmiðið með þessu innleggi þínu? Fórnarlömb í Afríku eiga sér vissulega málsvara á Íslandi. En ég sé ekki hvað hægt er að gera meira í þessu tilfelli en að segja frá glæpaverkum "Andspyrnuhers drottins"og styðja við bakið á þeim sem berjast gegn þeim. Veit ekki betur en slíkt sé gert.
Guðmundur Auðunsson, 13.1.2009 kl. 14:02
Það eina sem ég hef séð að undanförnu er þessi frétt Morgunblaðsins.
Markmiðið með innlegginu er að benda á að það ekki sama hvort fórnarlömbin eru á Gasa eða í Kongó.
Siðferði þeirra sem mest láta er "litað".
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 14:10
Bíddu, mótmælunum gegn árásinni á Gaza er beint gegn ríkisstjórn Ísraels, sem er viðurkennd ríkisstjórn m.a. af Íslandi. Slík mótmæli hafa því augljósan tilgang. Mótmæli gegn glæpasamtökum frá Úganda hafa engan slíkan tilgang. Það kemur litarhafti fórnarlambanna ekkert við. Að mótmæla ""Andspyrnuher drottins"" á Íslandi er því jafn fáránlegt og að mótmæla mafíunni frá Ítalíu. Bæði eru glæpasamtök sem eru álitin slík út um alla heimsbyggðina. Mótmæli gegn þessum glæpasamtökum væru því tilgangslaus.
Guðmundur Auðunsson, 13.1.2009 kl. 14:18
Heimir, kæmi ekki til greina að Afríkuríkin myndu sameinast um einhvers konar friðargæslusveit sem myndi ganga á milli stríðandi fylkinga í þessum heimshluta? Það er ljóst af fréttum að Afríkumönnum er ekkert um það gefið að Vesturlönd séu að hnýsast í þeirra innri mál. Það eru kannski einhverjar leifar frá nýlendutímanum. En þetta er alveg hárrétt og umhugsunarvert sem þú bendir á: 100 manns drepnir í Palestínu og allt logar í mótmælum, 1000 manns drepnir í Afríku og enginn segir orð.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 14:24
Mikið rétt Baldur. Afrísk friðargæslusveit er það sem koma þarf á ef mögulegt er.
Auðvitað eru mótmæli gegn Afrískum glæpasamtökum gagnslaus. Harma ber hinsvegar að mannúðarsamtök íslensk skuli ekki víkja orði að drápunum, ekki frekar en þau séu ekki að gerast.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 14:29
Góð svör Guðmundur en því miður ertu að kasta perlum fyrir svín eins og oft tíðkast á moggablogginu.
Heimir: mannréttindafélög á borð við Amnesty International berjast einmitt fyrir mannréttindum hér og þar um heiminn og ekki er Afríka þar skilin út undan en eins og Guðmundur benti réttilega á þá er tilgangslaust að mótmæla þessum ofstækistrúarmönnum, því miður. Ég legg til að þegar þú gagnrýnir mótmælendur í blindri ást þinni til Sjálfstæðisflokksins, þá notir þú til þess rök en ekki froðusnakk.
Baldur: hefurðu ekki lesið fréttirnar síðustu vikur? Talan er komin upp í 920 (og er sjálfsagt hærri) en ekki 100, bara svona svo þú vitir það.
Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:49
Ps. Það er annars greinilegt að afríkubúar hafa ekki málsvara hjá þér Heimir, sem notar þessa hrottalegu frétt til þess að kasta skít á mótmælendur og gerir svo rasistaskotið grín að öllu saman með því að segja nú er það svart. Skammastu þín! (þetta segi ég aðeins svo mér líði betur því ég veit að þú átt ekki eftir að skammast þín.)
Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:52
Gjörðu svo vel: http://www.amnesty.is/frettir hér sérðu að það er fjallað um allskyns mannréttindarbrot á fólki, óháð kynþætti þó svo að þessi tiltekna frétt sé ekki komin inn, enda er þetta nýskeð.
Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:54
Björgvin, hvers konar konar bjöllusauður ert þú eiginlega? Auðvitað veit ég vel að fórnarlömb þessa ægilega stríðs eru komin upp undir 1000, en ég nefndi þessar tölur bara til að sýna hlutföllin: 1000 dauðir Afríkumenn vekja minni samúð en 100 dauðir arabar. Annars finnst mér fyrir neðan allar hellur að þú skulir fara að væna fólk hér um rasisma, það væri þá frekar rasismi hjá þessum mótmælendum sem setja allt á endann út af aröbum en hunsa Afríkumenn. Í þessum þræpði eru menn að diskútera íslenska mótmælendur og þeirra frammistöðu, en ekki hvað einhverjir skriffinnar hjá Amnesty eru að dúlla sér yfir vínarbrauðunum og skiptir engu máli.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 16:02
Ekki þekki ég þig Björgvin. Leitaði því í þína smiðju að fá upplýsingar og sá eftirfarandi:
"Björgvin heiti ég Gunnarsson.
Það sem ég er (og ekki endilega í þessari röð) :
Vinstrimaður
Fornleifafræðinemi
Heiðarlegur
Boltaíþróttaáhugamaður
Ferðalangur
Fellbæingur (bý í Rvk samt)
Græneygður
Skáld (eða reyni það)
Kærasti
Feiminn
Kvikmyndasjúklingur
og margt fleira.
Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Björgvin Gunnarsson"
Mér er útilokað að tjá mig um flest það sem þú telur upp, utan eitt; heiðarlegur.
Geri það ekki núna en dreg það í efa miðað við skrif þín hér að framan.
Ég vakti athygli á samviskubresti margra vinstri manna hér á landi þegar kemur til fordæminga á mannsdrápum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 16:25
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar: "Ég vakti athygli á samviskubresti margra vinstri manna hér á landi þegar kemur til fordæminga á mannsdrápum."
Þörf hugvekja og ég dreg ekki í efa að þetta sé rétt athugað hjá þér, en það er spurning hvort við ættum ekki öll að horfa í eigin barm. Eru fréttastofurnar búnar að veikja tilfinningu okkar fyrir ógnaratburðum?
Ég er handviss um að ef snjóflóð dræpi 5 manns vestur á fjörðum, þá þætti mér það ægilegri frétt en þegar 15 manns eru drepnir í Palestínu. Þetta gerir þessi ferlega síbylja manndrápsfrétta sem á manni dynur allan ársins hring.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 17:07
Síbyljan slævir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 17:10
Rétt, en hún slævir ekki vinstri menn því þeir eru sljóir fyrir.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 17:26
Ágætis færsla og fær menn kannski til þess að hugsa út fyrir ramman eins og oft er sagt.Mismunandi sýn og skoðanir manna á þessu eins og öðru er hið besta mál og umræðan þörf.
Himmalingur, 13.1.2009 kl. 17:29
Einu bjöllusauðirnir sem hér eru, eruð þið tveir, Baldur og Heimir. Guðmundur kom með góð rök sem hvorugur ykkar gátuð svarað. Eiga mótmælendur nú að ganga um götur og mótmæla mafíunni á Ítalíu? Nýnasistum í Bretlandi? Glæpahyski í Afríku? Eða eiga þeir að halda áfram að mótmæla því sem gagn gæti verið af? Er hægt að heimta það að íslenska ríkið slíti stjórnmálasamstarfi við Ítalíu vegna mafíunnar þar? Er hægt að heimta að íslenska ríkið þrýsti á yfirvöld í A-Kongó um að koma morðingjunum þar fyrir kattarnef? Ég og fleiri mótmælendur og að sjálfsögðu meirihluti Íslands, hefur viðurstyggð á öllum þessu sem ég taldi upp og fleira til sem í heiminum er, en við veljum okkur málstað sem við teljum að hægt sé að hafa áhrif á.
Hvað átti Heimir við er hann sagði: nú er það svart? Fyndið? Varla. Ósmekklegt? Mjög svo. Rasismi? Veit það ekki, leyfi Heimi að eiga það við sig, það er sennilega smekksatriði. Annars vil ég benda Baldri á eitt varðandi rasisma, Heimir gaf í skyn með þessu kommenti: Siðferði þeirra sem mest láta er "litað". að mótmælendur séu rasistar, hvað hefurðu að segja um það, er það í lagi því mótmælendurnir eru allir saman "sljóir vinstrimenn"? Er skárra að mótmæla ekkert en að mótmæla einhverju?
Og varðandi minn karakter, þá skiptir það mig akkurat engu máli þó moggabloggari af þessari sort efist um heiðarleika minn, fólk sem mig þekkir veit að þetta er satt.
Annars nenni ég ekki að svara aftur, fer bara í vont skap á því.
Ps. Er annars sammála að þörf sé á afrísku friðargæsluliði en hvort að samstaða um það náist efast ég einhvernveginn um, því miður.
Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 18:13
Þakka þér fyrir Björgvin. Þú þarft ekki að gera mér upp skoðanir. Ég hef þær nógu margar á hverju málefni fyrir sig.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 18:17
Vont skap? Djöfull eru þeir alltaf geðstirðir, þessir vinstri villingar. Ekki má nú anda á þá. Ég vildi bara rökræða málin og þá fer hann í fýlu.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 18:17
Það má ekki anda nema með vinstra lunganu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 18:18
Jæja þá, maður breytir ekki öðrum, má víst þakka fyrir að breyta sjálfum sér. Mér finnst langbest að vera andvígur ofbeldi og grimmd hvar sem hún birtist en fara ekki í mannamun eins og sumir gera.
Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 18:30
Sæll Heimir.
Ég hef í langan tíma reynt að finna út hvaða HRYÐJUVERKAMENN þetta eru sem kenna sig við Guð almáttugan.
Fyrir það fyrsta þá gengur það ekki upp hjá neinum að menn sem taka konur og Börn í skæruliðasveitir sínar skuli kenna sig við Guð.
Nú er þekking mín á högum þessara hópa svo lítil að hún er nánast engin. En þegar ég heyrði af þessum Djöflum fyrir nokkrum árum og hvað þeir eru að gera.
Getur aldrei gengið upp hjá þeim,því þeir munu eins og allir þurfa að standa skil gerða sinna.
Mér finnst þetta svo fáránlegt,að það væri vel þegið að fá heilsteypta skýringu (og engan fíflaskap) á þessu fyrirbæri.
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:14
Sæll Aftur.
Ég vakti máls á því um daginn þegar 400 manns voru MYRTIR mestmegnis með SVEÐJUM og hinum KASTAÐ á BÁL í Austur Kongó.
Það gerði ég og fékk ekki mikla svörun og þá aðeins ,
vegna þess að ég var að benda réttilega á að það er ekki sama hver er myrtur til þess að vera talinn VERÐUR í augum hins VESTRÆNA HEIMS !!
Bara aðeins meira um þetta mál. Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.