7.1.2009 | 13:29
Vill fólk ekki láta taka mark á sér?
Mótmælendur með klúta fyrir andlitum. Menn með andlishulu ég hef ekki séð síðan í Austurbæjarbíói í gamla daga á Roy Rogersmyndunum. Þá voru bófar og ræningjar með svipaða klúta.
Vill fólk ekki láta taka mark á sér?
Mótmæla við Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkennilegt með þig Bónushatarann mikla að þú þarft stundum að snúa öllu á haus, af hverju að gera þessa klúta að aðalatriði málsins, skilurðu ekki að þetta fólk er m.a. að mótmæla fyrir þig og allann þorra almennings ?
Skarfurinn, 7.1.2009 kl. 13:48
Afhverju viltu endilega "persónugera" mótmælendur? Er ekki bannað að "persónugera" sökudólga ástandsins?
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 13:52
Ég spyr mig stundum að því hvað þurfi til að mótmælendur séu ekki gagnrýndir meira en yfirvöldin sem nánast allir eru á móti.
Þeir mega ekki "beita ofbeldi" sem þýðir beisiklí að þeir mega ekki gera nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni valda of miklum hávaða, því hérlendis er það kallað ofbeldi að prumpa í ranga átt.
Þeir mega ekki hylja andlit sín til þess að þekkjast ekki í fjölmiðlum, því... ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum fólki finnst það skipta einhverju máli hvort þeir hylji andlit sín eða ekki, né skil ég hvernig í ósköpunum það á að hafa áhrif á málstaðinn eða gildi mótmælanna.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 13:53
Skiptir máli að sýna á sér andlitið!
Er ekki aðal málið að sýna hug sinn, koma skoðunum sínum á framfæri. Við erum öll jafn rétthá sama hvort við erum ljóshærð, dökkhærð, Dökk á hörund eða ljós á hörund, karlar eða konumr, með klút fyirr andlitinu eða ekki með klút fyrir andlitinu. Fólk verður að fá að ráða því sjálft hvort það vill sýna á sér andlitið í mótmælum. Málið er að hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er Ísland fasista ríki og þeir sem mótmæla á áberandi hátt eru skráðir í skjöl hjá lögreglunni og það eru teknar af þeim myndir. Lögreglan notar síðan þessi gögn gegn fólki. Ég man ekki betur en að ákveðinn vörubílstjóri hafi verið iðinn við að mótmæla hækkun á olíu í sumar og haust. Sá aðili var ekki með grímu og er nú fordæmdur af yfirvöldum og þeim sem trúa áróðri stjórnvalda og lögreglu. Einnig vil ég benda á að Eva Hauksdóttir hefur tekið þátt í fjölda mótmæla án þess að hafa klút eða grímu fyirr andlitinu. Þið sjáið nú hvað það hefur haft í för með sér. Ráðist hefur verið að henni persónulega með eignaspjöllum á hennar heimili og vinnustað. Það er réttur okkar að mótmæla og það er líka réttur okkar að njóta presónuverndar. Mér er skömm af því að sjá hversu margir Íslendingar taka undir róginn frá yfirvöldum.Birni Bjarnasyni og hans lögreglu liði sem vill fá að skjalfesta alla þá sem stunda mótmæli í landí hér. Stjórnvöld hafa með skipulegum hætti talað niður til þjóðarinnar með því að segja að við séum skríll, Við séum ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar, við séum eins og múslimar með grímur fyrir andlitinu og það sé bara enginn munur á mótmælendum og múslimum.
Með þessu er á hárfínan hátt verið að nýta sér fordóma gegn múslimum og yfirfæra þá á mótmælendur á Íslandi. Þannig er alið á fordómum í okkar samfélagi og því miður eru margir tilbúnir til að taka þátt í slíkum fórdómum.
Svona háttarlag stjórnvalda er fyrir neðan allar hellur.
Nú skora ég á ykkur sem eyðið öllu ykkar púðri í að gagnrína þá sem hafa lagt mikið á sig við að setja þrýsting um breytinar og jafnrétti í endurreisn samfélagsins. Að standa frekar vörð um líðræði og val einstaklingsins um að koma fram með skoðanir sínar með eða án grímu að eigin vali.
Hanna, 7.1.2009 kl. 14:07
Sigurbjörg: Trúir þú því ekki að fólk verði rekið úr vinnunni fyrir að mótmæla?
Öööö, hvers vegna ekki? Eru atvinnurekendur einfaldlega svona góðhjartaðir?
Hvaðan kemur þessi tröllatrú Íslendinga á allt sem heitir yfirvald?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:47
Skarfur, ég hata ekki Bónus. Mér er í nöp við hyskið sem á og rekur Bónus.
Sigrún, að persónugera mótmælendur???? Hver tekur mark á nafn- og persónuleysi?
Helgi Hrafn, ég er til í að koma með þér og öðrum og mótmæla því að svokallaðir auðmenn setja fangið á mér og mínum fullt af skuldum að greiða á næstu árum. Þá vil ég að allir komi fram undir nafni.
Sigurbjörg, ég skrfaði stutta grein í Morgunblaðið sem bíður birtingar þar sem ég mótmæli skuldsetningu "auðmanna" á þjóðinni. Þar kem ég fram undir nafni og væntanlega mynd.
Hanna, þú kemur líka fram undir hálfgrímu með því að segja ekki betur til þín.
Hafið þið nafnleysingjar og grímuklæadda fólk eitthvað að skammast ykkar fyrir?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 14:48
Hvernig er með persónur þjóðargjaldþrotsins - þá sem stýrðu klúðrinu? Eigum við ekki fyrst krefja þær ábyrgðar, og ef þarf að skoða þær persónur áður en andlit almennings sem mótmælir fara að skipta máli.
Eða er bannað að „persónugera“ þjóðarklúðrið en nauðsyn fyrir greiningadeild BjBj sjá andlitin og persónugera mótmæli, mótmælaskilti og hávaða, - svo sé hægt að ógna fólki með atvinnumissi, rúðubrotum og synjun á fyrirgreiðslu fyrir skoðanir sínar?
- Mér finnst frábært að greiningadeild BjBj og ISG finnst sér sé íþyngt með andlitsklútum og andlitsleysi.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 15:16
Nýi Landsbankinn - NBI á ekki sök á klúðrinu.
Sendu nafnlaust bréf og mótmæltu. Tæki einhver mark á því?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 15:23
Staksteinar Morgunblaðsins sem og leiðarar Morgunblaðsins eru nafnlaus og líka Reykjavíkirbréf. Þ
ar eru bæði nafnlaus „bréf“ og nafnlaus „mótmæli“ við ótrúlegurstu hluti.
- Varla rétt að enginn taki mark á þeim.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 16:39
Morgunblaðið hefur einn ábyrgðarmann og hann gengst við leiðurum Reykjavíkurbréfi og Staksteinum, svo þessi rök þín eru fallin.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 17:05
Það eru líka ábyrðgamenn að, netsvæðum og spjallsíðum og jafnvel mótmælum og samtökum sem koma að mótmælum, en það er ekki verið að spyrja um það heldur hver er bak við grímuna, hver er bak við grímu Staksteina?
- Hver er persónan, og hversvegna krefst sú persóna eða aðrar sem sjálfar fela sig bak við nefnleynd að aðrir séu persónugreinanlegir?
Helgi Jóhann Hauksson, 9.1.2009 kl. 00:26
Mér skilst að Staksteinar og aðrir pólitískir pistlar í Mogga séu skrifaðir eftir fundi nokkurra manna úr ritstjórn blaðsins og því einfaldara að feðra þá ritstjóranum en að telja upp alla sem tóku þátt í umræðunni.
Hvort það er rétt aðferð eða ekki er ég ekki dómbær um.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.