6.1.2009 | 11:17
Vísnahorn Morgunblaðsins í dag
"Mærðin sækir að Heimi L.
Fjeldsted um hátíðar og áramót svo
sem sjá má:
Einn ég er á nýársnótt,
niðurdreginn, aldinn.
Að mér sækir ellisótt,
áður nokkuð baldinn.
Og honum verður hugsað til sjö
ára afastelpu sinnar:
Yndislega litla ljós,
líst mér þig að þekkja.
Aldrei skaltu Erla Rós
afa gamla hrekkja. "
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fallegar vísur
kv,
dóri
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 17:56
já, fallegar vísur. Sérstaklega sú síðari!
María Kristjánsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:08
Tack saa mycket!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 18:21
Að mínu mati er sú fyrri betur ort hvað varðar bragfræði , dýpri kveðskapur í henni og segir meira.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 20:30
Flottar vísur Heimir minn, hefðu mátt lýsa meiri gleði. Svo mikil angurværð.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 20:47
Það sótti að mér depurð mín ágæta Kolbrún og hana setti ég á blað á þennan hátt.
Dóri þú ert á sama máli og ein sem ekki vill láta nafns síns getið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 20:52
Heimir ! nú fer sól hækkandi á himni og þá léttist okkar lund, læt fljóta einn fyrripart eftir afa minn þú kannski setur botn við hann.
kv, dóri
Hvað er það sem fljótast fær
frá oss trega hrundið ?
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 21:00
Hvort það er við hæfi að botna á þennan hátt:
Hvað er það sem fljótast fær
frá oss trega hrundið ?
Það að koma ennþá nær
nærbuxnalaust sprundið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 21:07
Ætti að vera....
Það er kemur ennþá nær
nærbuxnalaust sprundið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 21:08
læt hér einn frá "afa"
drekka af pela tárin tær
tryggð við binda sprundið.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 21:15
og eða..
reka kýr og rýja ær
réttar veggjum undir.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 21:17
Afi innan gæsalappa. Hvað býr undir Dóri?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 21:44
með hækkandi sól koma annir með sínu amstri en um leið léttist okka lund,
ég er á leið til Noregs að vinna, er með tveggjaára samning í hendi þar.. erútuakstur í Stafanger
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.1.2009 kl. 21:54
Gott hjá þér.
Verður eitthvað eftir þegar húsaleiga og annað er greitt?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 22:08
góðar áramótavísur...þá eru margir í...og aldrei það kemur til baka.
Gleðilegt nýtt ár!
Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:51
Heimir minn ,takk fyrir vísurnar þær voru nokkur góðar ,flott hjá afa að setja í ljóð afastelpuna.Heimir minn sendi þér seinna vísukorn ,læt þig vita ,alltaf gaman af vísum sem bloggvinir gera TAKK KÆRLEGA FYRIR MIG ;ÞAÐ MÆTTU FLEYRI SENGA FRÁ SÉR LJÓÐ TAKK TAKKHILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR ).
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 7.1.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.