Minnihlutastjórn eða utanþingsstjórn

Í raun er ríkisstjórnin fallin eftir yfirlýsingar ISG að undanförnu. Hún hefur sýnt svo ekki verður um villst að Samfylkingin hefur enn ekki komist til nægjanlegs þroska til að takast á við vandamálin sem þjóðin þarf að takast á við.

Þegar svo er komið er aðeins tvennt fyrir Geir að gera, það er að viðurkenna opinberlega hvernig komið er og fara þess á leit að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknarflokksins, eða að leggja til að utanþingsstjórn verði mynduð sem starfi fram á  haustið eða til vors 2010.

Erfiðleikarnir eru svo risavaxnir að við hvorki megum né getum sóað tíma í blaður. 


mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Minnihlutastjórn D með stuðningi B hefði 32 atkvæði á þingi. Engin mætti klikka í atkvæðagreiðslu þá væri stjórnin fallin.

Ef illa árar, verkefnin risavaxinn og ekki tími fyrir blaður er þá tími fyrir svona tilraunir Heimir? Af hverju er öllu fórnandi svo D verði áfram við völd? Er ekki búið að fela allt, hvað á eftir að moka yfir?

Hvað er að kosningum? Er lýðræðið eitthvað sem má setja í salt meðan illa árar fyrir Flokknum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn væru með meirihluta á þingi þó tæpur væri.  Saman eru þessir tveir flokkar með 32 þingsæti.  Sjálfstæðisflokkur gæti líka myndað stjórn með VG ef vilji væri fyrir hendi, og hefði sú stjórn þá 34 þingsæti.  Samfylking þyrfti hinsvegar bæði VG og Framsókn með sér til að mynda nýja stjórn ef upp úr þessu samstarfi slitnaði, og væru þá með 34 þingmenn.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.1.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kosningar með tilheyrandi undirbúningi taka bara of mikinn tíma, sem við höfum ekki nóg af.

Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann kann að vera við stjórn og hann gæti þess vegna komið inn fyrir Samfylkinguna.

Meirihlutinn er naumur en þetta fólk hefur ábyrgðartilfinningu og víkur sér ekki undan því að takast á við vandann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfstæðisflokkurinn verður að standa í lappirnar gegn heigulshætti Samfylkingarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki tími fyrir kosningar? En tími til tilrauna? Hvað ætti að gera þegar þessi draumur þinn væri fallinn, segjum vegna duttlunga eins þingmanns eða Valgerður gæti ekki klórað sér þegar hana klæjar? Verður þá tími?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur mistekist og annaðhvort breytir hann sinni stefnuskrá eða víkur fyrir öðrum flokkum

Bjarni Kristjánsson, 5.1.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaða stjórnarsamsetningu viljið þið sjá strákar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband