Hver á Morgunblaðið?

Þegar ég sótti Moggann minn niður áðan sá ég á leiðinni upp að Jón Ásgeir Jóhannesson var á forsíðu blaðsins. Hann segist ósáttur við dóma og taka þá nærri sér. Mér er svo sem sama.

Spurning vaknaði eftir að hafa litið yfir grein sem hann skrifar í blaðið og þekur heilar tvær síður hversvegna hann fái sér meðferð fyrir sína innsendu grein. Að mínu mati er hann landráðamaður.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því í dag að ríkið sé að yfirtaka eignir hans í Englandi.

Á hvaða leið er Morgunblaðið?

Spurt er nú líkt og þegar Fréttablaðið komst á koppinn illu heilli, hver á Morgunblaðið? 


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Púngturinn er sá að mér finnst of mikið verið að andlitsgera einn einstakling sem sök alls vandans í stað þess að sjá hlutina í réttu samhengi. Bæði hann og Davíð Oddson hafa ansi oft verið andlitsgerðir sem sökudólgarnir í stað þess að sjá nákvæmlega hvað átti sér stað og dæma menn eftir því.

Brynjar Jóhannsson, 29.12.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála síðasta ræðumanni að flestu leyti, ég set þó alltaf efasemdir þegar menn leika sér með tölur eins og tímakaup á milli landa því vissulega þurfum við að taka ýmsa þætti til greina áður en "hrein" krónutala er borin fram, eins og skatt, vísitölu neysluverðs o.s.frv.  Fyrir vikið gef ég ekki mikið fyrir hreinar krónutölur í tímakaupi. 

Annað, krónan var jafnvíg hinum skandinavísku krónunum vegna þess að hér hafði nýverið óðaverðbólga og gengið hafði verið slegið föstu og tvö núll tekin af, semsagt henni var handvirkt komið þar fyrir til jafnfætis hinum, væri ekki mikið vit í slíku í dag.

Í síðasta lagi vill ég taka sérstaklega undir tvennt sem þú ræðir, þetta er ekki einum manni að kenna heldur mörgum (ásamt aðstæðum).  Annað, fólk fékk aðgang að fjármagni og kunni ekki að fara með það, algjörlega sammála því ég var einn af þeim.  Mér finnst þetta vera gott dæmi með bílinn þinn og fermetratöluna á íbúðinni því þetta er eitthvað sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Garðar Valur Hallfreðsson, 29.12.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir góða athugasemd, Júlíus.

Villi Asgeirsson, 29.12.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vil taka það skýrt fram að ég tel JÁJ ekki eina sökudólginn, en andskoti á hann stóran hlut að máli.

Ég tók ekki þá í nenu kapphlaupi lífsgæðanna. Hef átt í basli með að hafa ofan í mig og á eftir aðgerðir JÁJ um árið þegar hann lagði hvern steininn í mína götu á fætur öðrum og notaði til þess grænmetissalann Pálma Haraldsson, viðskiptabankann minn o.fl.

Sökum heilsubrests og fjármagnsbrests hef ég þurft að halda mig í vari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Mér kemur við hver á Morgunblaðið því ég kaupi það ennþá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Því miður kann hann að smjúga. En mútugreiðslurnar komu honum langt. Mér er í fersku minni mútur hans til starfsmanns(a) þáverandi Samkeppnisstofnunar sem hann þurfti svo mjög að hafa góða.

Enn þann dag í dag greiðir hann milljónir króna árlega til Neytendasamtakanna.

Segið svo að á Íslandi þrífist ekki spilling.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 09:28

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Heimir þú átt sjálfur Moggann, Glitnir á Moggann (skuldirnar sem hvíla á honum) og Glitnir er í ríkiseigu núna.

Verð samkeppni á milli "lágvöruverslana" er engin. Sömu eigendur að Hagkaup, 10 - 11 og Bónus. Sömu eigendur sem eiga Krónuna og Nóatún. Það að Bónus geti verið með "lægsta" vöruverðið er því auðvelt, því er bara þannig komið fyrir handvirkt. Bónus er með opið frá 12 á hádegi til 18:30 ekki langur opnunartími þar. Hvað ættli verðið væri þar ef afgreiðslutíminn væri jafn langur þar og í Hagkaup og 10 - 11?

Sverrir Einarsson, 29.12.2008 kl. 09:42

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér hefir verið sagt að eitt af ótal félögum mannsins með kókið í Bónusopkanum eigi ráðandi hlut í Árvakri. Er það ekki rétt Sverrir?

Það er langt síðan að ég vakti fyrst athygli á því að lögfræðingur samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar fór í boðsferð til Florida á vegum JÁJ, m.a. í siglingu á hinum fræga Viking.

Hvaða hagsmuna var lögfræðingurinn að gæta í þeirri boðsferð?

Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna getur staðfest styrkveitingarnar,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 10:01

9 Smámynd: Sverrir Einarsson

Fréttablaðið og Pósthúsið ehf voru aldrei (ekki enn) notuð eins og átti að gera til að fá 36,5% í Árvakri þetta var hugmynd á sínum tíma þegar JÁJ var í stresskasti eftir bankahrunið en svo náði hann að slaka á og gaf út þá yfirlýsingu að honum hugnaðist þetta ekki.

Meira veit ég ekki, en tel rétt vera þar sem þá hefði Árvakur getað lagt niður Fréttablaðið eftir ca. ár hirt bestu bitana úr Fréttablaðinu og lagt fréttablaðið  niður og JÁJ ekki getað gert neitt sem minnihluta eigandi í Árvakri, þetta er mín kenning, hvort hún reynist rétt verður bara að koma í ljós

Sverrir Einarsson, 29.12.2008 kl. 16:58

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér léttir að frétta þetta Sverrir .

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 18:59

11 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ég las þessa grein eftir Jón Ásgeir og trúi sumu en ekki öllu sem þar kemur fram en finnst einum það skrýtið að hampa Krónunni og Nóatúni í ljósi þess að Nóatún hefur beinlínis sett fyrirtæki á hausinn og stofnaði í kjölfarir intersport staðreyndin er sú að þetta er ákveðið viðskriftarform sem stórkaupmenn sem eru háttsettir í sjálfstæðisflokk komu á

Jón Rúnar Ipsen, 29.12.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svindl er alltaf jafn fyrirlitlegt hver sem í hlut á. Það kemur stjórnmálaskoðunum ekki hætis hót við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Var ekki að skjóta á nein flokk fremur örðum vildi bara koma því fram færi að engu máli virðist skilta hvaða flokkur á í hlut allir virðast þeir vera jafn spilltir

Jón Rúnar Ipsen, 30.12.2008 kl. 00:29

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Annars snýst þetta ekki um stjórnmálaflokka þótt sumir hafi reynt að múta stjórnmálamönnum og kannski tekist í einhverjum tilvikum. Við fréttum að sjálfsögðu ekki af þeim tilvikum sem tekt að múta mönnum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1031614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband