Útvarp Saga ráðleggur fólki að ganga í sjóinn eða kaupa snæri.....

Miklar hörmungar eiga eftir að ganga yfir þjóðin á næstu misserum í fjárhagslegum skilningi. Atvinnuleysi, hækkandi verðlag og lakari lífskjör í alla staði bíður okkar.

Við þessar aðstæður er áríðandi að málsmetandi menn tali varlega þegar ástandinu er lýst því ekki þarf að mála skrattann á vegginn.

Mér krossbrá í morgun þegar ég asnaðist til að hlusta á þá afturhaldspostulana Sigurð G. Tómasson og Guðmund Ólafsson á útvarpi Sögu. Reyndar slökkti ég á þeim þegar Guðmundur Ólafsson sagði þegar þeir voru búnir að velta sér upp úr 20% verðandi atvinnuleysi að kostirnir væru einungis tveir fyrir þá sem lentu í þeim hildarleik: " fólk á tvo kosti; að flytja úr landi eða að ganga í sjóinn".

Þegar hagfræðingurinn sem vill láta taka mark á orðum sínum varpar þessum orðum yfir 40% þjóðarinnar, er þörf á að slökkva.

 P.s. Halldór E. ráðleggur fólki á sömu útvarpsstöð þessa stundina að fá sér snæri......


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Þú ert jafn duglegur að hlusta á Útvarp Sögu.

Rannveig H, 12.12.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef ekki hlustað á Sögu í meira en mánuð. Kveikti í morgun til að heyra hvort fégagarnir væru ekki enn við sama heygarðshornið.

Allt við það sama......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki var þetta falleg spá og vona ég að enginn gangi í sjóinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.12.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta á víst að vera fyndið hjá þessum mönnum, en aðkrepptur almúginn hlær ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband