Evran á 25 kall!

Sem oftar var ég í Kjötborg  við Ásvallagötuna áðan að draga björg í bú og afla frétta.

Ég má til með að skjóta því að að í Kjötborg fæ ég allt til heimilisins og gætu því bræðurnir auglýst "allt í einni ferð".

Kjötborg hefur að undanförnu verið með úrvalskjötvörur frá Kjötpól sem er pólskt kjötiðnaðarfyrirtæki að mér skilst. Í þessum skrifuðu orðum er ég að gæða mér á svínakjöti sem er selt soðið líkt og skinka, en bara mikið bragðbetra.

Varan heitir Kielbasa Szynkowa sem gæti alveg þýtt: " úrvals léttreykt svínakjöt".

 

Ég má til með að segja ykkur frá því að það er engu líkara en tíminn standi í stað í Kjötborg því nær engar verðhækkanir hafa náð vestur á Ásvallagötu og áreiðanlegur viðskiptavinur sagði mér að hvorki verðbólga né kreppa hefðu ratað í hornbúðina Kjötborg.

 

Meðal annarra frétta sagði kaupmaðurinn mér Kjötborgarmyndin fræga verði sýnd á sjálfan Jóladag, en nánari tíma vissi hann ekki.

 

Þá var hvíslað að mér að bræðurnir eigi nokkurt magn af Evrum sem þeir selja á aðeins 25 krónur hverja.

Í rauninni veit ég ekki hvort ég má segja frá þessu og fæ ekki að vita það fyrr en ég kem í búðina á morgun.

Sé eitthvað athugavert við þetta nú eða ólöglegt,  bið ég ykkur að fara ekki með það lengra.


mbl.is Vildu stöðva Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband