28.11.2008 | 11:45
enginn stýrði penna þeirra til undirskrifta nema þeir sjálfir fullir bjartsýni á áframhaldandi góðæri að eilífu.
Það er margt undarlegt sem fyrir augu og eyru ber þessa dagana það sem skrifað er og sagt um efnahagsástandið.
Þingmaður einn skrifar stóra grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann krefst afnáms verðtryggingar.
Hann getur ekki um hverjir muni vilja lána óverðtryggt fé í dag. Verðtrygging er eingöngu til að tryggja það að lánveitandi hvort heldur er banki, Íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóður fái sömu fjárhæð til baka með vöxtum. Ekkert athugavert við það.
Þá eru háværar kröfur uppi í þjóðfélaginu um það að kosningar fari fram sem fyrst með tilheyrandi aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda í undirbúningi kosninganna og þá myndi allt reka á reiðanum á meðan.
Enn eru uppi raddir um að allt illt sem hent hefur þjóðina undanfarin misseri sé Seðlabanka Íslands að kenna og einkum einum af þremur stjórnendum bankans Davíð Oddssyni.
Svo ef sá mæti maður svarar fyrir sig á opinberum vettvangi hreint ótrúlega svæsnum og rætnum ásökunum, segja siðferðispostular sem skreyta sig sumir með hagfræðinafnbót að svona geri seðlabankastjórar ekki; þeir svari ekki skítkasti.
Væri ekki nær að leyfa ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og öllum öðrum stofnunum þjóðfélagsins að vinna sín störf í friði og leggja köpuryrði á hilluna rétt á meðan?
Ástandið er svo alvarlegt sem þjóðin stendur frammi fyrir að allir verða að snúa bökum saman og standa saman í varnarbaráttu og byrjandi uppbyggingu.
Það er auðvitað sárt þeim sem fóru fram úr sjálfum sér og sínum möguleikum með óþarfa fjárfestingum að standa núna uppi með skuldir á skuldir ofan. Þeir geta sjálfum sér um kennt því enginn stýrði penna þeirra til undirskrifta nema þeir sjálfir fullir bjartsýni á áframhaldandi góðæri að eilífu.
Verra er með þá fjölmörgu eldri borgara sem lögðu sparnað sinn í hlutabréfakaup og misstu allan sparnaðinn. Þeirra möguleikar á að vinna tapið upp er minni en yngra fólksins.
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.