Á meðan þjóðin ber á Davíð hverfur frétt af tæplega 400 milljóna gjaldþroti auðkýfinga

Þau eru ekki öll jafn áberandi gjaldþrotin á síðum blaðanna þessa dagana. Eitt rakst ég á í Mogga í dag, kannski ekki stórt "aðeins" 388 milljónir króna.

Eftirtekt vekur hinsvegar að það er Baltasar K. Samper sem á hlut að máli og þá væntanlega eiginkona hans Pálmadóttir sem er þessa dagana að láta byggja sundlaug á Hofsósi vegna þess að sveitarfélagið getur ekki boðið upp á frambærilega sundaðstöðu.

Það vekur eftirtekt mína að engar eignir eru í búinu, svo hart hafa Baltasar og frú gengið að sér að ekki króna var eftir, ekki ein einasta króna.

Ég þekki fólk sem hefur siglt rekstri í strand og staðið uppi slyppt og snautt; hírst í herbergiskytrum og greitt niður skuldir.

Frétt Mogga fer hér á eftir:

 

"Myndin Little Tripí gjaldþrot

Kröfur námu alls 388 milljónum króna

LOKIÐ er skiptum á þrotabúi Little Trip ehf., áður Ferðar ehf., Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Lýstar kröfur í búið námu alls rúmum 388 milljónum króna....

 LOKIÐ er skiptum á þrotabúi Little Trip ehf., áður Ferðar ehf., Skálholtsstíg 7 í Reykjavík.

 

Lýstar kröfur í búið námu alls rúmum 388 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu, að því er fram kemur í tilkynningu skiptastjórans, Helga Jóhannessonar hrl.

 

Kaupþing banki hf. átti langhæstu kröfuna í búið eða veðkröfu upp á rúma 341 milljón. Aðrir stórir kröfuhafar voru Sögn ehf. með kröfu að fjárhæð 31 milljón og SPRON með kröfu að upphæð 12,5 milljónir króna. Aðrir kröfuhafar voru Deloitte ehf., Tollstjórinn í Reykjavík og Hafnarbakki-Flutningatækni ehf.

 

Little Trip ehf. var stofnað til þess að framleiða kvikmynd Baltasars Kormáks, A little trip to Heaven. Myndin skartaði alþjóðlegum stjörnum í aðalhlutverkum, m.a. Óskarsverðlaunahafanum Forest Whitaker og Júlíu Stiles." 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta eru samt 388 milljónir króna sem hefðu flestar eða 341 farið í að greiða skuldir Kaupþings sem lenda þess í stað á okkur skattgreiðendum.

Það getur varla veri í lagi Sigurbjörg?

Kveðja,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það setur að mér hlátur Óskar!!!!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kom Davíð okkur í skuldir?

Hversslags andsk. rugl er í þér maður?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert blindaður af hatri Óskar og veður elginn.

Þetta líður hjá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ha...Ha...Ha..HaaaaaHa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband