Hvað vildi Haukur Hilmarsson með hyllingu Bónusfánans?

Hvað kom Hauki Hilmarssyni til að hengja Bónusfánann að húni flaggstangar Alþingis?

Var hann að undirstrika að  þúsund milljarða Jón  stjórnaði efnahagsmálum þjóðarinnar?

Var hann að gefa í skyn að alþingismenn væru að renna út á dagsetningu? 

Móðir hans sem líka er málsvari hans getur ef til vill skýrt fyrir okkur almúganum hver hugsjón Hauks Hilmarssonar er. 


mbl.is Bónusfánamaður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Ég er vinur Hauks en hef ekki spurt hann um þetta sérstaklega en ástæðurnar gætu verið fjölmargar en mig grunar þó að aðalástæðan hafi verið ummæli sem féllu einhversstaðar (því miður man ég ekki hver sagði þetta í fjölmiðlum) en þar var alþingismönnum líkt við afgreiðslumenn í bónus.

Björgvin Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Til gamans má geta þess að Haukur er að læra heimspeki við Háskóla Íslands og því var varla um hugsunarlaus mótmæli að ræða :)

Björgvin Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki virðist Haukur hafa verið stoltur af framtaki sínu, ella hefði hann ekki hulið andlit sitt og horfið á braut á miklum flótta.

Einhvernvegin sé ég engin gild rök fyrir verknaðinum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Á Haukur Hilmarsson erfitt með að tjá sig?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2008 kl. 13:36

5 identicon

Nei Haukur á ekki erfitt með að tjá sig og hefur sannarlega náð betri áheyrn með aðferðum sínum en margur ræðumaðurinn. Það fer greinilega mjög fyrir brjóstið á stórnvöldum.

Sú taktík að hylja andlit sitt hefur ekkert með það að gera hvort fólk er stolt af verkum sínum eður ei, heldur er þetta gert til að reyna að forðast að ákveðin andlit séu tengd við hugmyndir sem eru mjög algengar. Haukur kærir sig ekkert um að vera 'andlit' þeirrar hugmyndar að kapítalisminn hafi gengið út í öfgar.

Bónusfáninn er tákn stórfyrirtækis sem náði vinsældum á fölskum forsendum. og hefur öðlast allt of mikil völd. Það eru stórfyritæki sem stjórna Íslandi en ekki alþingi. Við höfum misst lýðræðið í hendur stórfyrirtækja. Það er svo skemmtileg tilviljun að svínið skuli einnig vera það tákn sem George Orwell notaði í 'Animal Farm' um sósíalistahetjurnar sem sölsa undir sig völd og auð.

Þessi handtaka í gær er auðvitað ekkert nema valdníðsla og eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag munu þeir sem ekki kæra sig um að sé þaggað niður í mótmælendum á þennan hátt, fjölmenna að lögreglustöðinni við Hlemm.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:49

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ef haukur er að læra heimspeki var þetta þá aðferð til að sýna fram á

tilgangslaeysi hennar ? 

Jón Rúnar Ipsen, 22.11.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband