Subbuskapur Guðmundar Ólafssonar hagfræðings

Það var hrikalegt að hlusta á Guðmund Ólafsson hagfræðing á Rás 2 í dag.

Hatrið, heiftin og ástríðan að vernda Baugsmiðlana er svo gengdarlaust hjá þessum manni að hann gersamlega missir sig dag eftir dag í fjölmiðlum.

Ég er sannfærður um að hann sé á fjárhagslegri jötu hjá Baugi.

Skammarlegt. 

"UMMÆLI DAVÍÐS Í LÍKINGU VIÐ UMMÆLI BYLTINGASTJÓRNA

Miðvikudagur 8. október 2008 kl 20:36

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Þetta eru svona yfirlýsingar sem að byltingarstjórnir gera þegar þær hafa framið valdarán, þá gefa þær stundum svona yfirlýsingar um það að erlendar skuldir verði ekki greiddar erlendis,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um ummæli Seðlabankastjóra í Kastljósinu í gær.

Hann segir yfirlýsinguna hafa verið fullkomið bull og að hún hafi leitt til þess að Kaupþingi hafi verið lokað í Svíþjóð og í Bretlandi. Guðmundur segir tjónið sem Davíð hafi ollið með ummælunum vera „gríðarlegt.“

„Fólk í siðuðum samfélögum stendur við skuldbindingar sínar. Við getum ekkert verið að fara með okkar samfélag aftur á steinöld,“ segir hann jafnframt. Guðmundur segir eignir vera til sem vegi upp á móti skuldunum og að menn verði að taka ábyrgð og borga upp skuldir erlendis.

„Það sem er alvarlegast núna er þessi yfirlýsing Seðlabankans, maður myndi ætla það að hún sé hálf sjúkleg,“ segir Guðmundur jafnframt."

Ætli að Guðmundur Ólafsson verði ekki sóttur til saka fyrir þessi ummæli? 


mbl.is Kaupþing í London í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvítur á leik

Sammála þér. Guðm. er bara tröllkarl... fúll tröllkarl!

Hvítur á leik, 8.10.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það eru ótúlega margir sem eru fullir haturs, eins og Guðmundur. Þetta er menntaður hagfræðingur, en virðist ekki hafa heyrt um gjaldþrot fyrirtækja. Haft er eftir honum:

Fólk í siðuðum samfélögum stendur við skuldbindingar sínar. Við getum ekkert verið að fara með okkar samfélag aftur á steinöld,

Hvers vegna ætti almenningur að borga skuldir gjaldþrota banka, fremur en gjaldþrota smásölu-verzlunar ?

Guðmundur er oft skemmtilegur, en nú eru athugasemdir hans fáránlega heimskulegar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hatur hans á Davíð ber skynsemina ofurliði.

Reyndar held ég að hann fái góð laun frá Jóni Ásgeiri eða einhverju fyrirtækja hans fyrir að rægja Davíð Oddsson.

Þegar þeir eru komnir saman hann og Sigurður G. þá er rödd, tónn og skoðanir eitt og það sama; Sigurður Guðmundur Ólafsson;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

ERTU ALVEG AÐ MISSA ÞIG Í AÐ VERJA DAVIÐ ??

HANN HEFUR VERIR ÞJÓÐINI LEIÐINDA Í FJÖLDA ÁRA EN ALLTAF STENDURÞÚ OG REYNIR AÐ VERJA HÆTTU ÞESSU BULLI MAÐUR HANN Á AÐ SEGJA AF SÉR OG ÞAÐ STRAX 

Jón Rúnar Ipsen, 9.10.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Leiðinlegt að sjá Jón að þú getur ekki hugsað sjálfstætt:(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það verðu seint sagt að þú sért missagna allt slæmt kemur frá baug allt gott fra´Davið þarf ekki að afsaka neitt ég stend við allt það sem ég hef sagt um Davíð hann hefur einga forsemdur til að vera þarna inni .

Hann segði mjög varhugaverða hluti í kastljósi  aðeins blindir flokksmenn geta réttlætt orð hans miða við hvað menn hafa sett hann á háan stall og kallað hann snilling þá hefði hann átt að vita betur en að láta þessi ummæli út úr sér . Hvar er Davið núna í felum að minsta kosti heyrist litið frá honum afhverju ?

Mín skoðun er sú að því miður virðist þú Heimir vera blindur af hatri út í Baug . hver sem ástæðan er .? en ætli að næsta svar frá þér verði ekki að ég hafi ekki vit á þessu það er oftst svar þeira sem eingin rök hafa fyrir skoðum sinum . 

Jón Rúnar Ipsen, 13.10.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að landsmenn standi saman, og verji skerið okkar, þá er það núna. Notum ekki niðurrifs orð í garð hvers annars þau gera ekkert gagn. Hættum að ata þá aur sem leggja nótt við dag að leysa úr vandamálum landsins. Það var dapurt að horfa á fólk koma saman í gær fyrir utan seðlabankann og mótmæla og krefjast afsagnar manna sem eru að gera allt sitt besta til að leysa úr þessum mikla vanda sem við erum búin að koma okkur í. Lítum öll aðeins í eigin barm, hvað höfum við sjálf lagt til mála undan farin ár til þess  að koma í veg fyrir það hvernig komið er. Hvar voru fjölmiðlarnir sem eiga að vaka yfir samfélaginu og veita aðhald. Hvernig stendur á því aðalmenningur fékk ekki að vita hvernig málum var fyrir komið? Var ábyrgðin stjórnamálamanna eða fjölmiðla? Fjölmiðlar hafa ekki síðri aðgang að upplýsingum en stjórnmálamenn. Hvar voru þeir? Hver er ábyrgð þeirra?

Egill Helgason sagði um síðustu helgi við Pétur Blöndal að hann bæri mikla ábyrgð, þetta hefði gerst á hans vakt sem stjórnmálamanns! Á hvaða vakt var Egill Helgason? Er hann ekki búin að vera vaktstjóri íslenskrar pólitíkur og efnahags undan farin ár? Ég held að það sé komin tími til þess að við veltum því fyrir okkur hvort við berum ekki öll einhverja ábyrgð í málinu. Ég held að flestir hafi tekið einhvern þátt í þessu þjóðarfyllirí sem nú er að ljúka með ofsafengnum fráhvarfseinkennum. Góður maður sagði eitt sinn; sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Góður pistil en væri gott að fylgja eingin ráðum

Jón Rúnar Ipsen, 13.10.2008 kl. 17:20

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er engan  veginn merki um þjóðarsátt þegar fólk ú múgæsingi leggst með öllum sínum þunga á Davíð Oddsson. Er ekki nóg komið að einn af þremur Seðlabankastjórum sé kominn á geðdeild?

Er ekki rétt að spata stóru orðin og leyfa rykinu að setjast?

Davíð hafði margsinnis varað við þessari holskeflu og  "ekki veldur sá er varar". 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2008 kl. 18:04

9 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Skrítið hef ekki orðið var við þú sért að hlifa baug hannesi smára nei frekar ert þú leitandi uppi neikvæð mál allt sem kemur fram sem ekki er í þá áttina að baugur sé slæmt fyrirtæki og eigund þess fjárglæpamenn. heldur þú að það sé mjög jákvæðir timar huganlega mun Jón Ásgeir og faðir hanns missa stóran hlut

af eigum sinum sinum er það jákvætt ? 

myndi Rikisstjórn Íslands taka einhverja skerðingu á sig hefur ekki komið fram lífeyrisgreislur munu skerðast um 5 % eftir áramót en greilsur munu ekkei skerast hjá þingmönnum er það réttlæti ég segji nei og mun aldrei kjósa framar sjálfsstæðisflokk en þann flokk hef ég kosið frá 18 ára aldri 

Jón Rúnar Ipsen, 13.10.2008 kl. 19:10

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baugur eða öllu heldur þeir feðgar höfðu af mér aleiguna og ég gleymi því seint og illa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2008 kl. 19:42

11 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það þykkir mér mjög leitt en í hreinskilni finnst þér þessi ríkisstjórn hafa unnið með hag verkafólks í huga ?

Jón Rúnar Ipsen, 13.10.2008 kl. 21:15

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ríkisstjórnin hefur svo sannarlega haft hag allra landsmanna í huga í verkum sínum. Of langt upp að telja allt sem gert hefur verið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2008 kl. 00:15

13 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Þin skoðun en ég þekki margan öryrkja sem ekki eru sammála orðum þinum

veit ekki ekki hvort þú hafið haft það gott á dagpeningum frá tryggingarstofnun þegar þú varst að ná þér eftir þin veikindi veit það að mamma hefur það alls ekki gott á þessum skítabótum og hvað þá eftir að þessi skerðing kemur til framkvæmda.

veit um barnafólk sem hefur það virkilega skítt en alltaf hægt að loka augum fyrir neyð annars til að réttlæta orð sin

Jón Rúnar Ipsen, 14.10.2008 kl. 17:28

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Maður hefur það eins skítt og maður sjálfur vill. Það þýðir ekkert ð velta sér upp úr glötuðum tækifærum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband