Landsbankamenn slitu sambandi við upprunann

Þó Björgólfsfeðgar og Kjartan Gunnarsson séu alls góðs maklegir fer ekki hjá því að margur sauðsvartur hugsi miður hlýlega til þeirra þessa stundina. Ég verð var við það í samtölum mínum við fólk að mikil þykkja er í mörgum og menn upplifa sig hlunnfarna eða beinlínis rænda. 

Einn hafði á orði við mig að þeir hefðu fyrir löngu síðan misst allt jarðsamband og samband sitt við ræturnar sem er alþýða manna. Sá hinn sami sagðist hafa leita ásjár Björgólfs og Kjartans sem þá voru bankaráðsmenn með mikil völd, en hann fékk ekki einu sinni nei frá þeim, hann var ekki virtur viðlits.

Nú koma sömu menn til almennings og ætlast til að hann hreinsi upp eftir þá og gjaldi með verri lífskjörum næsta áratuginn eða svo. 


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heilsa 107

Í bók Jóns J. Aðils, “Gullöld íslendinga” gefin út árið 1948 segir:

” En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. “Frelsi” er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag”

Kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Heilsa 107

Sæll Heimir

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband