7.10.2008 | 20:41
Baugsmenn eiga von á svari frá Davíð Oddssyni
Davíð Oddsson fór að vonum á kostum í Kastljóssviðtali fyrr í kvöld við Sigmar Guðmundsson. hann tók af allan vafa um að almenningur þurfi að borga óreiðuskuldir útrásarglapráðanna, enda er nóg að þurfa að glíma við lakari lífskjör um sinn.
Davíð taldi að í hruninu fælust tækifæri og við stæðum vel að vígi með öfluga ríkisstjórn og fjárhag ríkisins.
Þá boðaði Davíð uppgjör þó síðar verði við þau öfl sem hafa alið á óhróðri og rógi um hann persónulega undanfarin ár.
"En það er þannig að það hefur verið nokkuð vel rekin sjoppa sem hefur haldið uppi látlausum árásum á mig í 3-4 ár, þar hefur verið mikil ósanngirni á ferðinni."
Þarna á Davíð sýnilega við Baugsmiðlana.
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hugsa nú að flestir landsmenn óski þessum fjárglæframönnum lítilð gott þessa dagana. Flestir eru væntanlega á því að þeir sem tóku alla áhættuna á sínum tíma eigi skilið að sitja í sömu sporum og viðskiptavinir þeirra sem nú eru skuldum hlaðnir.
Þettta með uppgjörið er eitthvað sem við munum og verðum að fylgjast grannt með.
Margeir Örn Óskarsson, 7.10.2008 kl. 21:06
Davíð er ekki tengdur þjóðinni...hann er ekki í sambandi?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:35
Útrásarglapráðarnir eru tuttugu talsins eftir því sem Vilhjálmur Bjarnason formaður fjárfesta sagði í viðtali við Norska útvarpið. Nöfn þeirra koma smátt og smátt fram í dagsljósið.
Davíð er mjög vel tengdur þjóðinni sem endranær, það eru margir fjandmenn hans hinsvegar ekki.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.10.2008 kl. 22:12
þrælslundin er ótakmörkuð gagnvart DO ...það synir sig vel hér!...Heimir hvað með að hann setti "útrásinni" ekki reglur? Hvað með að hann (DO) fattar ekki álag vegna krónunnar? (gengisálag og verðtryggingu?)???
Hvað með að DO hefur gert allt þetta sem forsætisráðherra og svo klúðrað seðlabankaembættinu???...er nóg bara "að sjá HANN?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:15
Þú hefur greinilega ekki setið við fótskör meistara Davíðs og hlustað andaktug á speki hans mín kæra Anna.
Þú notar bara gömlu kommasleggjudómana sem Baugsveldið hefur tekið upp. Þú átt samúð mína alla.
Þú vanmetur DO greinilega eða trúir þú því virkilega að hann hafi ekki vit til að gegna þeims störfum sem honum hafa verið falin um ævina?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.10.2008 kl. 22:20
"Gjaldeyriskreppa ríkir á Íslandi"
Við erum mitt í alvarlegri gjaldeyriskreppu, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði. Virði krónunnar var mjög á reiki í dag. Í morgun tilkynnti Seðlabankinn að hann ætlaði að eiga viðskipti á millibankamarkaði miðað við að gengisvísitalan væri 175. Evra kostaði 131 krónu.
Til þess að slíkt sé trúverðugt þarf Seðlabankinn að tryggja að nóg sé til af gjaldeyri. Samkvæmt heimildum fréttastofu gekk það ekki eftir sem bendir til þess að Seðlabankinn eigi ekki nægan gjaldeyri til að tryggja framboð. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var gengisvísitalan í 200 stigum síðdegis.
Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að í gjaldeyrisviðskiptum dagsins hafi evran kostað 200 krónur. Þeir sem eiga evrur vilja sem sagt fá 200 krónur fyrir hana, ekki 131 krónu.
Gengi í millibankaviðskiptum og almennum viðskipum er almennt ekki það sama. En nú er afar erfitt að átta sig á því hvers virði gjaldmiðillinn okkar er. Sá sem ætlar að kaupa evrur úti í banka þarf að greiða á bilinu 154 til 158 krónur fyrir eina evru. Sá sem er staddur erlendis og ætlar að taka út á Master Card greiðslukort þurfti í gær að greiða 170 krónur fyrir hverja evru en í dag 225 krónur. Sá sem notar kort frá VISA á evrusvæðinu þarf að greiða tæpar 226 krónur fyrir hverja evru. Seðlabanki Evrópu skráir evruna hins vegar á tæpar 200 krónur.
Íslendingar sem eru staddir erlendis finna fyrir óvissu með gjaldmiðilinn. Íslensk kona í Þýskalandi reyndi að taka út 300 evrur fyrr í dag. Korti hennar var hafnað. Hún fékk þær upplýsingar í bankanum að vegna veikingar krónunnar gæti hún ekki tekið út svo háa fjárhæð. Annar Íslendingur sem staddur er í Ungverjalandi getur aðeins tekið út sem nemur 13.000 krónum. Á Strikinu í Kaupmannahöfn kostar bjórinn 1.250 krónur.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:25
Davíð Oddson er í afneitun og talar eins og maður sem er ekki með á nótunum. Hann talar um spunameistara þegar talið barst að ónýtri krónu, hvað eru allir helstu hagfræðingar landsins komnir í lið með Baugsmönnum? Svo mætti þá bæta við allri verkalýðshreyfingunni eins og hún leggur sig og Samtökum atvinnulífsins með Vilhjálm Egilsson í broddi fylkingar, allir biðjandi um evru. Svo kemur DO og talar um spunameistara einhverra sem eru á móti honum, bíddu er ekki alveg í lagi með manninn?
Valsól (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:37
Anna: Síðan þú byrjaðir að blogga hefur þú ekki verið í sambandi. Ert þú tengd þjóðinni?
Guðmundur Björn, 7.10.2008 kl. 22:59
Ef menn áttuðu sig nú á því að það voru ca 20-30 manns sem skuldsettu þjóðina en ekki Davíð Oddson....
Sama hversu góðar reglurnar hefðu verið á sínum tíma þegar bankarnir voru einkavæddir, þá hefði alltaf verið til einhver leið til að misnota þá. Eigendurnir misnotuðu vald sitt, skuldsettu þjóðina og níðast nú á íslendingum til þess eins að græða sjálfir.
Hverjir eru þá sökudólgarnir???!!!
Margeir Örn Óskarsson, 8.10.2008 kl. 02:14
Viðtalið við Davíð Oddson var hrein snilld og ef ég segi fyrir mína parta róaðist ég á sálinni við að hlusta á hann þarna í Kastljósinu, hann kom með raunsanna mynd af ástandinu og hvar orsök lægi í þvi máli, mér fannst líking hans á brennuvörgum og slökkvilið komast vel til skila og enn og aftur sýnir Davíð hve öflugur leiðtogi hann er þó svo hann gegni annari stöðu nú en þegar hann var við stjórn. Það má segja að hann hafi farið úr skipstjórasætinu í sæti kortagerðarmannsins sem teiknar upp leiðina fyrir áhöfnina.
Það verður að líta raunsatt á þessa hluti og það er augljóst að ákveðnir aðilar sem höfðu aðgang að nægu - ótakmörkuðu fjármagni skuldsettu bankana svo að þegar lausafjárvandinn blasti við og ekki meira fjármagn var að fá, stóðum við frammi fyrir þvi að annaðhvort þeir færu á hausinn eða ef þeim hefði verið lánað af ríkinu, þeir hefðu sett þjóðina á hausinn innan skamms.
Og hvað gerist þegar þjóð fer á hausinn og verður gjaldþrota, einhverjir kaupa skuldirnar og eignast þjóðina, við kæmum því til með að þurfa að afsala okkur sjálfstæði okkar og þjóðerni líkt og Jan Mayen þurfti hér áður þegar þeir urðu gjaldþrota og urðu hluti af Kanada.
Svo getum við bara spurt okkur hvar hefðum við lent, sem fylki í USA, Rússlandi eða sem hluti af noregi eða jafnvel Kína þeir eiga nóg af peningum. þá hefðum við líklega fengið nafnið litla kína.
Ég er feginn þvi að hafa fengið að hlusta á skýringar Davíðs í gær, bestu þakkir Davíð fyrir að úrskýra þetta fyrir okkur á mannamáli.
Steinar Immanúel Sörensson, 8.10.2008 kl. 08:34
Davíð stóð sig frábærlega í viðtalinu. Líklega brillerar hann svona daglangt í Seðlabankanum líka.
Ég hef áhyggjur af áhyggjum þínum Anna vegna Davíðs Oddssonar. Er þetta ekki komið út í hatur?
Það fer verst með þig sálfa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 09:31
Nei Heimir...þetta er svo sannarlega ekki hatur, fjarri því og ég óska DO alls hins besta...alltaf.
Hinsvegar er hann ekki að axla ábyrgð, fremur en Jón Ásgeir og fleiri. Það er vandamálið, og þessi meðvirkni hálfrar þjóðar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 10:34
Ég hafði grun um það Anna að þú hefðir snoturt hjartalag og nú veit ég það.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.