4.10.2008 | 09:53
Þjóðin er búin að fá upp í háls af útrásarglapráðum
Róbert Wessman hefur ekki alveg skilið hug þjóðarinnar til fjárfesta í yfirstærð í dag ef hann heldur að vilji þjóðarinnar lúti að því að færa honum og félögum hans Glitni á silfurfati. Þjóðin hefur þurft að líða nóg að sinni vegna ofmats hans og hans líka á eigin ágæti og er skemmst að minnast þess að hann glutraði niður fleiri milljörðum króna af eigin fé þegar hann fyrir átta dögum keypti hlut í gjaldþrota Glitni fyrir 5.6 milljarða króna. Maður með slíka dómgreind má ekki kaupa Glitni af þjóðinni fyrir gjaffé því allar bjöllur klingja og segja okkur að þá þurfum við enn og aftur að blæða næst þegar hann hefur tekið ranga ákvörðun og þá fyrir hönd bankans.
Kauptu frekar þotu Róbert og fljúgðu vestur um haf og leiktu þér að sparifé þarlends almennings, kaupi þeirra og kjörum.
Róbert Wessman vill Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Róbert Wessman er snillingur í öllu sem hann tekur sér fyrir og býr til gull úr kopar þegar það hentar honum, alveg eins og Björgólfur Thor og pabbi hans. Það er ekki langt síðan Róbert gaf þjóðinni 1 milljarð, hann stýrði lyfjafyrirtæki í mörg ár sem er orðið eitt það stærsta í heiminum í dag svo hafðu nú bara vit á því að halda kjafti froðusnakkur.
Sævar Einarsson, 4.10.2008 kl. 10:13
Þar sem við erum orðnir eigendur af Glitni ,,,þá hlýtur þetta að gefa okkur góðan pening í vasan, bara selja fjórum sinnum hærra en við yfirtókum þetta á, og svo fáum við glaðning um áramót frá ríkinu,,,
Res (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:18
Sævarinn. Róbert Wessmann keypti hlut í Glitni fyrir fimm þúsund og sex hundruð milljónir króna á föstudegi og á mánudegi var bankinn kominn á hausinn.
Var einhver að tala um froðu?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 10:23
Sævarinn. Heldur þú að þessi peningur sem Wessman bjó til hafi hann prentað sjálfur !!! Við sem byggum þetta land létum hann fá þá í skjóli fákeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Við erum að borga hæsta lyfjaverð í heimi og þarna er ágóðinn, í vasanum á Westmann og hans líkum.
Ingólfur, 4.10.2008 kl. 10:39
*sigh* ferlega er fólk öfundsjúkt yfir velgengni annarra, það er sorglegt.Róbert Wessman er gull af manni og hann er ekki að byggja upp pappírsfyrirtæki eins og Hannes og Pálmi. Þið virðist sjá allt þessum mönnum til miska og gerið engar athugasemdir um hvað þeir hafa gefið þjóðinni, afhverju ?
Sævar Einarsson, 4.10.2008 kl. 11:36
Sæll Sævar, viltu ekki fara að koma fram undir nafni svo aðrir sjái hver þú ert og hvaða mann þú hefur að geyma.
Ekki ertu hræddur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 12:07
Hvernig væri að kynna sér menn og málefni almennilega áður en ausið er úr froðusnakksheilanum. Róbert Wessmann hefur komið sér vel áfram í lífinu og ekki á kostnað þinn né nokkurra annarra, merkilegt hvað almúginn sér ekki sólina fyrir öfundsýki út í þá menn sem gengið hefur vel í lífinu.
Benna, 4.10.2008 kl. 13:00
Mistök hans föstudaginn 26. september segja mér nóg.
Ég nenni ekki að elta ólar við dónaskapinn í þér Benna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 13:04
P.s.
Hversvegna er bloggið þitt læst Benna?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 13:06
Mikið er grátið hér í stuðningsmannakór Róberts. Hann hefur slegið um sig eins og greifi. Sýndarmennskan hefur verið mikil og peningavöldin stígið honum svo til höfuðs.
Það er staðreynd. Það að hann sé að gefa í þjóðfélagið, er bara til að friða sig og halda að þeir fái mildari dóm þegar þeir fara á fund lykla péturs. Þetta er ekkert nema hræsni... Svei ...þið stuðningsmenn ríku jakkafatabrjálæðinganna!
Hvítur á leik, 4.10.2008 kl. 13:31
Reiðin er gífurleg Páll og á eftir að vara.
Sigurgleðin náði þó yfirhöndinni hjá okkur lánsömu KR ingunum.
Til hamingju.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.