3.10.2008 | 20:37
Siðlausir Baugsmenn - nú er nóg komið
Framkvæmdastjóri Bónuss reynir að æsa almenning upp enn einu sinni gegn stjórnvöldum með dæmalausri yfirlýsingu sinni í dag. Eru virkilega engin takmörk fyrir frekjunni og yfirganginum í þessum mönnum sem fara með obbann af verslun í landinu?
Mér heyrist á fólki sem ég hef talað við í dag að samúð þeirra með auðmönnunum sem kenna sig við Bónus þegar þeir biðla til almennings sé þverrandi.
Þeir eru með sálfræðing og almannatengslasérfræðinga á sínum snærum fyrir utan Baugsmiðlana sem þeir reka með miklu tapi til að hafa áhrif á skoðanir almennings og það yfirleitt gegn ríkisvaldinu.
Mér finnst að þeir mættu vel flytja úr landi með alla sína starfsemi því nóg er af heiðarlegu fólki til að reka matvöruverslanir og tuskubúðir hér á landi.
Þeir hafa vaðið yfir stjórnvöld og almenning, þverbrotið landslög og komist upp með það í krafti stærðar og auðs og heimta stöðugt meira. Ef ekki er orðið við kröfum þeirra taka þeir ráðherra og þingmenn á teppið og skamma þá eins og ótínda glæpamenn.
Nú er nóg komið.
Sjá:
|
|
"MATVARA HÖMSTRUÐ Í BÓNUS
Föstudagur 3. október 2008 kl 19:25
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Mikill fjöldi fólks var í Bónus Holtagörðum þegar blaðamann DV bar þar að garði seinni part dags. Fólk var sammála um það að mun fleiri væru í búðinni enn á venjulegum föstudegi. Viðmælendur voru margir uggandi yfir hækkandi matvælaverði og höfðu sumir birgt sig upp af ákveðnum vörum af ótta við minnkandi vöruúrval þegar líður á veturinn.
Lítið magn gjaldeyris í landinu gæti haft þau áhrif að erfiðara verði fyrir birgja og verslanir að kaupa vörur erlendis frá. Einn viðmælanda sagðist geta lýst ástandinu á einfaldan hátt; "this sucks." Hann sagðist hafa keypt mun meira í dag en áður vegna þess að hann viti að verðið mun fara hækkandi á næstu dögum og vikum.
Sumir voru rólegri yfir stöðunni og sögðu að ástandið myndi batna. Einn tók fram að ef ástandið myndi halda áfram að versna myndi hann byrja að birgja sig upp af matvöru. Flestir voru órólegir yfir ástandinu í landinu, hvort sem þeir gengu alla leið og birgðu sig af vörum eður ei."
Ótti gripur um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krónan er góð að ógleymdri Kjötborg.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.