Jóhannes var verkfæri óvandaðs fólks og missti starfið

Úr Morgunblaðinu í dag 26. september 2008:

"Sömdu um 

sátt hjá 

Strætó

 

SÁTT hefur náðst í deilu Reynis 

Jónssonar, forstjóra Strætó bs., og 

Jóhannesar Gunnarssonar, fyrrver- 

andi trúnaðarmanns hjá félaginu, 

en málið var komið fyrir dómstóla. 

Í vor var Jóhannesi veitt áminn- 

ing í starfi sem hann vildi að yrði 

gerð ógild fyrir héraðsdómi. Jó- 

hannesi var síðan boðinn starfs- 

lokasamningur sem hann þáði ekki 

og var honum í kjölfarið sagt upp 

störfum. Ásakaði Jóhannes for- 

stjórann um að hafa lagt sig í ein- 

elti. 

Þótt málið hafi verið látið niður 

falla stendur áminningin og upp- 

sögnin, segir Reynir. Hann vill ekki 

útskýra í hverju sáttin felst. „Þessu 

máli er lokið og það er ekkert 

meira um það að segja.“",


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Verkfæri óvandaðs fólks? Hvað meinarðu?

Ég fór annars niður í Héraðsdóm í gærmorgun (fimmtudag) til að fylgjast með þingfestingunni. Hún var semsagt ekki haldin, vegna sáttagjörðarinnar. Það væri forvitnilegt að vita í hverju hún felst.

Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er margt sem vinir þínir segja þér ekki. Ég hef ekki hugsað mér að varpa skýrara ljósi á óvandaða fólkið á þessum vettvangi,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú ræður hvernig þú hefur það. Mér finnst málflutningurinn samt vera á gráu svæði ef þú talar um "verkfæri í höndum óvandaðra manna" en skýrir það ekert nánar. Ég meina, það er ekki beinlínis innihaldsrík gagnrýni, er það?

Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2008 kl. 05:51

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sá sem hannaði atburðarásina átti ekki von á að yfirmenn sæju við honum. Hluti af plottinu var að aðal hönnuðurinn átti að fara í stjórn StRv og bola um leið starfsfélaga sínu út ekki gekk það upp. Annar hluti var sá að sami maður átti að fara í samninganefnd StRv og gekk það eftir með blessun Garðars.

Þegar rykið sest fara menn að sjá atburðina í skýrara ljósi og þær lágu hvatir sem liggja að baki.

Undiskriftalýðræðið sem þú virðist aðhyllast frændi sæll hefur verið notað hjá félaginu með þeim árangri að formaður félagsins er orðinn valtur í sessi. Samkvæmt hans kenningu þarf ekki að kjósa um formann næst, nóg er að koma með nógu margar undirskriftir öðrum til stuðnings og honum til höfuðs, hvernig sem þær eru fengnar og nýr formaður er kominn hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Ég hygg að jafnvel Garðar og Ögmundur sem telur sig eiga félögin á Grettisgötu 89 sjá að þetta er vitlaust. Það er að segja þegar málið er sett uppmeð þá sem fórnarlömb.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú meinar að það hafi átt að bola Jónasi Engilbertssyni út úr stjórn Strætó? Þau eru fjögur í samninganefnd St.Rv. og Strætó bs., Jónas, Garðar, Ingunn og svo Valdimar Jónsson. Meinarðu s.s. að Valdimar Jónsson sé höfuðpaurinn, hafi ætlað að bola Jónasi Engilbertssyni út úr stjórn St.Rv. og komast að sjálfur?

Ekki veit ég hvað "undirskriftalýðræði" er, en það lýðræði sem ég aðhyllist felur í sér að kjörnir fulltrúar séu afsetjanlegir hvenær sem er. Mér er sagt að félagar hafi fullan rétt til að velja sér nýja trúnaðarmenn hvenær sem þeir sjá ástæðu til, og að skv. því hafi verið rétt af stjórninni að skipa Jóhannes upp á nýtt þegar ljóst var að hann hafði afgerandi stuðning samstarfsfólks síns.

Hvað meinarðu með þessu um formannskosningu? Er ekki formaðurinn kosinn til tveggja ára í almennri atkvæðagreiðslu? Hann er ekki sjálfkjörinn nema hann sé einn í kjöri, er það?

Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2008 kl. 03:12

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hvað kom upp á milli ykkar valda man ekki betur en að þið hafir verir bestu vinir

Jón Rúnar Ipsen, 28.9.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband