"Hún segir vinnuumhverfið frábært og starfsandann góðan. "

 Í 24 stundum í dag er viðtal við Ingunni Guðnadóttur vagnstjóra. Ég vann í fjögur ár hjá Strætó og kynntist konu með þessu nafni, en það er ekki sama manneskjan og viðtalið í 24 stundum er í dag. Slíkar eru þversagnirnar í orðum hennar.

Ef til vill má segja að; "batnandi mönnum er best að lifa" í umturnun þessari.  Ekki er ég viss um að Garðar og Valdi skrifi undir þessi orð hennar:

 

„Þetta er lifandi starf þar sem ég 

hitti mikið af fólki á degi hverj- 

um,“ segir Ingunn Guðnadóttir, 

strætisvagnabílstjóri og trún- 

aðarmaður Strætó BS. 

„Það hefur alveg komið upp í 

hugann að skipta um starf en ég 

hætti alltaf við og hef unnið við 

að keyra í átta ár. Þetta er einhver 

albesta vinna sem ég hef unnið. 

Krefjandi starf 

Þetta er mikil álagsvinna og 

það fylgir því álag að vera alltaf í 

umferðinni. Mér fannst þetta 

ógnvekjandi fyrst og erfitt að 

koma inn í stétt þar sem lítið er 

af kvenfólki. Ég er mjög glöð yfir 

hvað mér var tekið vel þegar ég 

hóf störf. Auðvitað varð ég bara 

að bjarga mér og vera dugleg að 

spyrja til að læra. Það kom fyrir 

að ég fór út af leið og rataði ekki, 

þá varð ég að vera dugleg að 

spyrja hvað ég ætti að gera og 

hvert ég ætti að fara.“ 

  „Ég vil ekki 

kenna hinum almenna borgara 

um það heldur frekar vöntun á 

fræðslu eins og auglýsingum í 

sjónvarpi um strætisvagna og rétt 

þeirra. Við eigum ekki göturnar 

en það vantar betri samskipti 

milli okkar og almennings. 

Tilviljun að fara í þetta starf 

Það vildi nú bara þannig til að 

ég var að flytja utan af landi aftur 

til Reykjavíkur og var ekki viss 

hvað mig langaði að gera og var 

ákveðin í að fara ekki að vinna í 

búð. Ég var búin að vera með 

þetta meirapróf lengi en aldrei 

gert neitt með það, sá auglýsingu 

í blaðinu og ákvað að sækja um. 

Ég hringdi, mætti í viðtal daginn 

eftir og daginn þar á eftir var ég 

ráðin. Þetta var góð stund- 

arákvörðun,“ segir hún og hlær. 

Mælir með meiraprófi 

„Ég keyri stundum rútur á 

sumrin og hefði ekki komist í það 

nema hafa keyrt strætisvagn. Ég 

fer með túrista í kringum landið 

og það er frábær upplifun. Það 

eru margir strætisvagnabílstjórar 

sem keyra rútur líka. Einnig er ég 

fyrsti trúnaðarmaður Strætó BS 

og það er alveg frábært. Það er 

erfitt en ég bara tek því eins og 

það er. Mæli eindregið með að 

tekið sé meirapróf. Auðvitað er 

ógnvænlegt að setjast upp í svona 

stóran bíl og keyra af stað en það 

venst. Þetta er frábært, líflegt og 

skemmtilegt og það er góður 

starfsandi hjá okkur.“ 

 

 "Hún segir 

vinnuumhverfið frábært 

og starfsandann góðan. "

 

Ekki getur leikið vafi á að Valdi hengi afrit þessa viðtals upp á öllum viðverustöðum starfsmanna Strætó bs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Valdi = Valdimar Jónsson, sá sem er í samninganefnd St.Rv. og Strætó bs. en ekki í stjórn St.Rv.?

Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2008 kl. 03:47

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

JG þarf að fræða þig betur frændi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2008 kl. 04:15

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ert þú ekki að verða búinn að sparka nóg í umrædda konu

Jón Rúnar Ipsen, 28.9.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki á meðan að hún heldur uppteknum hætti.

Láti hún af sínum gerðum geri ég slíkt hið sama.

Þú veist greinilega ekki um hvað þú ert að tala Jón Ipsen.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband