24.9.2008 | 13:24
Ögmundur Jónasson formaður BSRB hellir olíu á eld sem var að kulna
Á vef Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að í fyrramálið verður dómtekið mál fyrrverandi starfsmanns Strætó bs. gegn fyrirtækinu vegna áminningar sem framkvæmdastjóri Strætós veitti honum. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar greiðir kostnað við málaferlin.
Forsaga málsins er sú að fjórir starfsmenn Strætó komu hreifir af áfengi úr hófi sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hélt um miðjan virkan dag og veitti áfengi.
Starfsmennirnir voru nokkuð áberandi er þeir komu á starfsstöð sína á Hlemmi og höfðu áfengi um hönd. Eins og allir vita sem á Hlemm koma er mönnum bönnuð þar neysla áfengis og annarra vímuefna og fólki undir áhrifum er tafarlaust vísað frá.
Þótti því tíðindum sæta þegar fjórir vagnstjórar komu í umræddu ástandi á þennan stað sem almenningi er bönnuð vera undir svipuðum eða sömu kringumstæðum. Fregnir af þessu hátterni bárust yfirmönnum fyrirtækisins og undu þeir ekki.
Öll voru þau kölluð fyrir framkvæmdastjórn Strætós. Þrjú sluppu við áminningu því þau báðust afsökunar á framferði sínu og yfirsjón. Einn treysti sér ekki til þess að biðjast afsökunar og fékk því skriflega áminningu frá framkvæmdastjóra.
Hann sætti sig ekki við þetta úrræði framkvæmdastjórans og höfðaði mál á hendur fyrirtækinu í samráði við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem borgar brúsann og Ögmund Jónasson formann BSRB sem er að reyna að tukta framkvæmdastjóra Strætó bs. til hlýðni.
Síðan þetta gerðist er um það bil ár liðið; öldur er að lægja innan starfsmannahópsins.
Ansi er ég hræddur um að ósamkomulag og brigslyrði af ýmsu tagi blossi upp á ný meðal almennra starfsmanna Strætós á ný. Mér og mörgum öðrum er óskiljanleg afskipti Ögmundar af þessu máli sem liggur svo ljóst fyrir.
Ögmundur sem á að vera mannasættir innan verkalýðshreyfingarinnar hefur í máli þessu og fleiri málum hjá Strætó verið sá sem hellir olíu á eldinn.
"25. sep. 09:15-15:15 Salur 101 Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómariMál nr. E-2079/2008 Aðalmeðferð Ógilding stjórnarathafnar Stefnandi: Jóhannes Gunnarsson (Gísli Guðni Hall hrl.) Stefndi: Strætó bs (Sjöfn Kristjánsdóttir hdl.)"
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu orðinn Fylkismaður?
En jæja, þetta er líflegt og fallegt útlit hjá þér Heimir.
Sigurður Sigurðsson, 24.9.2008 kl. 16:22
Aldrei Fylkismaður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2008 kl. 17:13
Takk fyrir að benda á réttarhöldin, frændi. Kannski að maður fari á stúfana. Ég botna samt ekki í þessari svakalegu gremju þinni út í Jóhannes og félaga, eða Ögmund og Garðar. Eiga þeir að láta framkvæmdastjóranum haldast uppi á að reka trúnaðarmenn sisona?
Vésteinn Valgarðsson, 25.9.2008 kl. 05:46
Gremja er kannski ekki rétta orðið. Jóhannes og félagar hafa beitt afskaplega hæpnum vinnuaðferðum í samskiptum sínum við vinnufélagana svo ekki sé meira sagt að sinni.
Ögmundur Jónasson og Garðar Hilmarsson hafa tekið fullyrðingar þeirra margar hverjar ákaflega vafasamar og gert að sínum þrátt fyrir aðvörunarorð manna sem vilja þeim vel. Þeir, allavega Garðar hafa brotið lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar án þess að blikna.
Ögmundur og Garðar hafa alið á úlfúð með verkum sínum á meðal starfsmanna Strætós og att þeim gegn yfirmönnum sínum á fölskum forsendum.
Ég hygg að þegar þeir átta sig dragi þeir margt til baka af því sem þeir hafa sagt og gert.
Það er ekki allt prenthæft af því sem ég veit, a.m.k. ekki að sinni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2008 kl. 07:33
Þú veist sjálfsagt eitthvað sem ég ekki veit, enda hefur þú staðið nær málinu en ég. Ég hef þó spurt þónokkra strætóbílstjóra hvað þeim finnist, og þeir hafa allir verið á einu máli að framkvæmdastjórinn hafi farið algeru offari í þessu máli. Ég kannast heldur ekki við að lög St.Rv. hafi verið brotin. Það er t.d. í fyrsta lagi vel hægt að skipta um trúnaðarmenn (t.d. skipa aftur menn sem hafa sagt af sér) og í annan stað hefur hlutverk varatrúnaðarmanns ekki lagalegt gildi, þ.e. hann á ekki sjálfkrafa tilkall til þess að taka við sem trúnaðarmaður ef trúnaðarmaður hættir sem slíkur, ef það er það sem þú ert að vísa til.
Vésteinn Valgarðsson, 26.9.2008 kl. 06:13
Hvurslags bull er það að maður sem kosinn er til trúnaðastarfa þó til vara sé skuli ekki hafa forgang sem aðalmaður?
Þú hefur lesið félagalögin með bundið fyrir bæði augu frændi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2008 kl. 10:36
Ekki lesið, hlustað á skýringar mér fróðara fólks, frændi. Hjá Strætó bs. á St.Rv. fjóra trúnaðarmenn. Varatrúnaðarmaður hefur ekki sjálfkrafa tilkall til þess að verða trúnaðarmaður þótt trúnaðarmaður hætti. Eða kemur það kannski fram í lögunum að hann eigi það?
Vésteinn Valgarðsson, 26.9.2008 kl. 23:43
Auðvitað á varatrúnaðarmaður að taka við, til þess er hann!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2008 kl. 03:16
Ef ég hef rangt fyrir mér, vona ég að þú leiðréttir mig með því að sýna mér hvar í lögunum það stendur.
Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2008 kl. 05:47
Það þarf ekki einu sinni að fletta lögum StRv upp því heitið er lýsandi: "varatrúnaðarmaður".
Annars getur þú farið inn á vef StRv og fundið lögin um fulltrúaráðið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2008 kl. 10:34
Til að auðvelda þér lífið frændi fletti ég þessu upp fyrir þig og birtit hér þér og öðrum til glöggvunar:
"6.gr.
Félagið skiptist í starfsdeildir. Skal skipting og starfssvið þeirra ákveðið af aðalfundi að fengnum tillögum stjórnar og fulltrúaráðs. Hver starsdeild kýs sér fulltrúa, sem ásamt stjórn félagsins mynda fulltrúaráð þess. Fulltrúar hverrar starfsdeildar í A-hluta félagsins sem og B-hluta þess eru trúnaðarmenn samstarfsmanna sinna, annars vegar þeir, sem kosnir eru skv. 5. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, ásamt öðrum trúnaðarmönnum, sem kosnir kunna að verða skv. þeim lögum og hins vegar þeir, sem kosnir eru skv. lögum nr. 80/ 1938. Sá fulltrúi, sem flest atkvæði fær við fulltrúakjör telst fyrsti fulltrúi deildarinnar. Fulltrúar skulu halda tengslum við stjórn félagsins, efla þróun þess og vinna að innbyrðis samstöðu félagsmanna og hafa forystu um að kynna og ræða, innan deildanna þau mál, sem fulltrúaráðið hefur til meðferðar á hverjum tíma. Hver starfsdeild hefur rétt til að kjósa tvo fulltrúa fyrir allt að 100 félagsmenn og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr fimm tugum. Deild eftirlaunafólks skal þó að hámarki kjósa 7 fulltrúa. Kjósa skal jafnmarga fulltrúa til vara. Fulltrúar skulu kosnir til tveggja ára í senn. Kosning til fulltrúaráðs skal fara fram innan hverrar starfsdeildar dagana 15.- 30. október. Í hið fyrsta sinn árið 2003. Kosning skal vera leynileg. Stjórn félagsins leggur til kjörgögn og skipar kjörstjóra innan hverrar deildar, sem sjá um framkvæmd kosningarinnar. Talning atkvæða skal fara fram í skrifstofu félagsins að viðstöddum fulltrúum stjórnarinnar, en úrslit kunngerð með orðsendingu eða fréttabréfi til félagsmanna. Heimilt er starfsdeildum að breyta kosningafyrirkomulagi til fulltrúaráðs til jöfnunar fulltrúa milli starfshópa eða vinnustaða, að höfðu samráði við yfirkjörstjórn. Stjórn félagsins er skylt að tilkynna viðsemjendum og forstöðumönnum stofnana um kjör fulltrúa og annarra trúnaðarmanna viðkomandi deildar. Fulltrúaráð starfar eftir starfsreglum, staðfestum af aðalfundi."
----------------------------------
(Lögin)
"Samþykkt í mars 1977 og mars 1981. Samþykkt í mars 1987 og mars 1990. Samþykkt í mars 1992 og mars 1994. Samþykkt í mars 1998 og mars 1999. Samþykkt í mars 2000 og mars 2002. Samþykkt í mars 2003. Samþykkt í mars 2006. Samþykkt í desember 2006. Samþykkt í mars 2007"
-----------------------------
Kjör til fulltrúaráðs
Reglur um kjör til fulltrúaráðs
1. gr. Kjörstjórn, skipuð 3 mönnum í hverri deild, skal sjá um framkvæmd kosninga til fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Stjórn félagsins skipar yfirkjörstjórn, sem skal skipuð 3 mönnum, og hefur hún yfirumsjón með framkvæmd kosninganna.
2. gr. Kjörstjórn hverrar deildar skal með 3ja daga fyrirvara auglýsa eftir tilnefningu til fulltrúaráðs. Tilnefning skal vera skrifleg og undirrituð af minnst tveimur og mest sex félagsmönnum, öðrum en þeim sem í framboði eru. Kjörstjórn getur leitað samþykkis viðkomandi tilnefnds félagsmanns.
3. gr. Á kjörseðli skulu vera prentuð nöfn þeirra, í stafrófsröð sem tilnefndir hafa verið, ásamt starfsheiti og vinnustað. Tilnefna skal mest fjórum sinnum og minnst þrisvar sinnum fleiri en kjósa á sem aðalmenn. Nú er enginn eða fáir tilnefndir og skal þá kjörstjórn tilnefna fulla tölu.
4. gr. Á kjörseðli skal koma fram, hversu marga aðalmenn á að kjósa í viðkomandi deild.
Kosning skal gerð með því að setja kross fyrir framan nöfn þeirra sem kjósa á. Kjósa skal fulla tölu aðalfulltrúa.
5. gr. Fyrsti fulltrúi hverrar deildar telst sá, sem flest atkvæði fær, og varafulltrúar þeir, sem fá flest atkvæði eftir að tölu aðalfulltrúa hefur verið náð. Hverfi aðalfulltrúar og allir varafulltrúar einhverrar deildar úr starfi þannig, að full tala aðalfulltrúa náist ekki, ber stjórn félagsins að efna til kosninga í viðkomandi deild um kjör nýrra fulltrúa.
6. gr. Óheimilt er að viðhafa nokkurn kosnigaáróður í eða við kjörstofu.
7. gr. Nú rís ágreiningur um framkvæmd á reglum þessum og sker þá yfirkjörstjórn úr.
Reglur þessar voru samþykktar á aðalfundi St. Rv. 4. mars 1972, 6. mars 1976, 10. mars 1979 og 4. mars 1999".
Eins og sjá má er hvergi stafkrókur um "undirskriftalýðræði" Garðars og Ögmundar í lögum eða reglum félagsins.
Þeir verða að eiga það við sjálfa sig hvort þeir ætla að verðaa frægari af þessari gjörð sinni en heiðarlegum og vönduðum vinnubrögðum.
"Undirskriftalýðræði" þeirra varð til í reykfylltu bakherbergi og leggur dauninn af því um alla borgina.
Reykeitrunin sem þeir fengu er á þeirra ábyrgð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2008 kl. 10:51
Hmm, ég sé ekki að neitt komi fram um að fulltrúar/trúnaðarmenn séu afsetjanlegir (þótt það ætti að vera þannig, en það er annað mál). Af orðanna hljóðan má líka álykta að varafulltrúi verði fulltrúi þegar fulltrúi hættir sem slíkur -- það hefði maður líka ætlað. (Hitt er annað mál, að varatrúnaðarmaður hefur ekki vernd í lögum eins og trúnaðarmaður.)
Þakka þér fyrir þolinmæðina við að útskýra þetta. Ég veit samt ekki alveg hvað skal halda.
Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2008 kl. 03:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.