20.9.2008 | 21:58
Er Ögmundur að vinna starfsmönnum Strætó bs. gagn?
Af vef meintra trúnaðarmanna Starfsmannafélags Reykjavíkuborgar hjá Stræó bs.:
"Sunnudaginn 27. júlí, 2008 - Aðsent efni. Morgunblaðið.
Strætó einkavæddur bakdyramegin?
Ögmundur Jónasson skrifar um starfsemi Strætó bs.
Ögmundur Jónasson skrifar um starfsemi Strætó bs.: "En skyldi stjórn Strætó bs. og bakhjarlar þeirra, meðal annars Reykjavíkurborg, telja það vera leið til sátta að herða á útboðsferlinu...?"
ÉG HEF löngum verið þeirrar skoðunar að veigamikil ástæða fyrir því að sjálfstæðismenn töpuðu meirihluta sínum í Reykjavík árið 1994 hafi verið ákvörðun um að einkavæða Strætisvagna Reykjavíkur. Almenningur lét kröftuglega frá sér heyra og starfsmenn Strætisvagnanna stóðu sem klettur. Þar var margan flokksbundinn sjálfstæðismanninn að finna sem létu pólitíska samherja sína heyra að þeir gerðu sér grein fyrir því að þessi ráðstöfun var fyrst og fremst til þess að rýra kjör þeirra eins og reyndar kom fram í gögnum sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og BSRB komust yfir á þessum tíma. Enda kom á daginn að við formbreytinguna húrruðu menn niður í kjörum. Ákvörðun sinni sneru sjálfstæðismenn til baka þegar þeir urðu þess áskynja hve mikil andstaða var gegn þessum áformum og fór svo að hlutafélagið var að nýju gert að stofnun sveitarfélagsins.
Einkavæðingu snúið til baka
Í tíð R-listans kom hlutafélagavæðing aldrei til tals en þó var föndrað við hugmyndir um að fara inn um bakdyrnar og bjóða starfsemina út í áföngum. Viðbrögð við slíkum hugmyndum voru sterk frá starfsmönnum og samtökum þeirra. Í ljós kom og að innan þáverandi meirihluta voru sterk öfl sem voru þessu andvíg og enn aðrir vildu taka tillit til vilja starfsfólksins og alls ekki verða til að rýra kjör þess og réttindi sem óumdeilanlega eru meiri hjá opinberum starfsmönnum en tíðkast á almennum vinnumarkaði. Nú er hins vegar að koma á daginn að núverandi meirihluti ætlar að hefja þessa einkavæðingarvegferð, að þessu sinni inn um bakdyrnar.
Sparað á kostnað starfsfólks
Fram hefur komið að meirihlutinn í Reykjavík vilji fjölga leiðum sem boðnar eru út og hefur fulltrúi borgarinnar í stjórn Stætó bs., Gísli Marteinn Baldursson, lýst því yfir að helst vilji hann fá allar leiðir í útboð. Þar tekur hann undir með samflokksmanni sínum, stjórnarformanni Strætó bs., Ármanni Kr. Ólafssyni fulltrúa Kópavogs, sem er sama sinnis. Með þessu móti vilja þeir ná því fram að öll starfsemin verði einkavædd án þess þó að stofnunin sem slík verði gerð að hlutafélagi.
En til hvers á að bjóða út einstakar leiðir hjá Strætó bs. í Reykjavík umfram það sem þegar er orðið? Að sögn skal það gert til að ná niður kostnaði. Á hverjum er líklegt að niðurskurður í rekstrarkostnaði bitni helst? Augljóslega starfsfólkinu eins og fyrri daginn. Til þess er leikurinn gerður! Síðan get ég mér þess til að stjórnendur Strætó bs. geri sér vonir um að mannskapurinn verði meðfærilegri eftir einkavæðingu. Sú ástæða er iðulega nefnd þegar opinberar stofnanir eru einkavæddar að losna þurfi við þunglamalegt starfsmannaumhverfi.
Deilumál í farvegi dómstóla
Erfiðleikar og leiðindi hafa komið upp í samskiptum stjórnar Strætó við samtök starfsmanna á síðustu mánuðum. Þannig hefur fyrirtækið ekki viljað virða rétt trúnaðarmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og þar með BSRB. Þessi og önnur alvarleg deilumál hafa verið færð inn í dómstólafarveg. Nokkuð sem ég hygg að báðum aðilum þyki miður enda er nú reynt að leita leiða til samkomulags. Ætla ég því ekki að fjölyrða um þau mál að sinni.
En skyldi stjórn Strætó bs. og bakhjarlar þeirra, meðal annars Reykjavíkurborg, telja það vera leið til sátta að herða á útboðsferlinu; ferli sem beinlínis er sniðið til þess að skerða kjör starfsmanna?
Með almannahag að leiðarljósi
Afar mikilvægt er að sátt ríki um starfsemi Strætó bs. Það hefur stjórnendum og starfsmönnum tekist að tryggja þegar til lengri tíma er litið. Fyrir sitt leyti mun BSRB, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og trúnaðarmenn okkar leggja sig í framkróka um að stuðla að góðu samstarfi en munu að sjálfsögðu eftir sem áður byggja allt sitt starf á þeim grunngildum sem starf verkalýðsfélaganna er reist á. Þau snúa að því að tryggja réttarstöðu starfsfólks, standa vörð um kjör þess og að starfsemin sé jafnan rekin með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Höfundur er formaður BSRB."
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú hlýt ég að spyrja afhverju talað þú um meinta trúnaðamenn . Þeir hafa verið kosnir inn sem talsmenn starfsmanna strætó bs Reykjavíkur hlutans þess vegna skil ég ekki þessi orð þin
Jón Rúnar Ipsen, 21.9.2008 kl. 21:21
Þeir sögðu af sér sem trúnaðarmenn/fulltrúar og afsögn þeirra var tekin fyrir í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og samþykkt.
Samkvæmt lögum félagsins áttu varamenn að taka við, en formaður félagsins Garðar Hilmarsson eyddi ekki einu orði á varamenninga um það mál.
Þannig er það Jón Rúnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.