Gullkornin hrjóta af vörum efnahagsráðráðgjafa þjóðarinnar númer eitt

Nú er að ljúka vikulegum þætti þeirra félaga og skoðanabræðra Guðmundar Ólafssonar og Sigurðar Guðmundar Tómassonar á Sögu.

Að vanda fóru þeir ekki vítt yfir sviðið en skelltu sér snimmhendis inn í Seðlabankann og Sjálfstæðisflokkinn en báðar þessar grunn stofnanir þjóðfélagsins eru þeim hugleiknar.

Þeir sérfræðingarnir í hagfræði fundu að vanda Seðlabankanum allt til foráttu og héldu áfram hatursáróðri sínum gegn aðalbankastjóra Seðlabankans.

Ég er næsta viss um að á föstudögum milli klukkan níu og ellefu safnast allir æðstu með þessara stofnana þ.e. Seðlabankans og Sjálfstæðisflokksins í fundarsölum sínum og hlýða á orðið.

Það er svo miklu ódýrara að hlusta á þess sjálfskipuðu efnahagsráðgjafa þjóðarinnar í gegnum Sögu heldur en að ráða þá til starfa.

Ekki leikur samt vafi á að hugur beggja stendur til að ráða þá  ekki bara sem ráðgjafa heldur framkvæmda- og ákvörðunaraðila í fararbrjósti íslenskra efnahagsmála.

Það hlýtur að teljast til tíðinda að svo miklir andans menn skuli ekki ná lengra en að vinna á minnstu útvarpsstöð landsins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1033476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband