McCain og Palin sigurvænlegt tvíeyki.

Afar sigurvænlegt tvíeyki er fyrir vagni Rebúblikana í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi.

Það hefði þótt frétt til næsta bæjar að forsetaefni Rebúblikanaflokksins ætti möguleika í forsetakosningum eftir forsetatí' Georgs W. Bush, en sú virðist raunin.

Barack Obama hefur þó sýnt og sannað að hann er til alls líklegur, en vonandi bregður hvorki hann né McCain á það ráð að  leggjast í persónuníð eins og gjarnan hefur raunin orðið á þegar nær dregur kjördegi í forsetakosningum þar vestra.


mbl.is McCain nær forskoti á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nú of seint að óska þess Heimir. Sjónvarpsauglýsingar McCain hafa minnst snúist um pólitíkina en því meira um persónu og fjölskyldu Obama og þá ekki á jákvæðu nótunum eins og gefur að skilja. Hvernig verður málflutningurinn undir það síðasta ef þetta byrjar svona? Þetta er skiljanlegt í því ljósi að McCain getur ekki talað um pólitík nema Bush skjóti óðar upp kollinum og það er ekki gott umræðuplan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Heimir, ég er sammála þessum pistli þínum. Sjálfur blogga ég um þessa skoðanakönnun og vissa hlið mála HÉR.

Axel hér á undan mér virðist ekki hafa tekið eftir skammarlega niðrandi áróðursherferð demókrata og bandamanna þeirra, 'líberal' fjölmiðlamanna og álitsgjafa, um Söru Palin og fjölskyldumál hennar. En hann, Skagstrendingurinn, talar aftur á móti eins og hann þekki vel til sjónvarpsauglýsinga McCains. Vafasamur málflutningur mun trúlega tíðkast á báða bóga í þessu atkvæðastríði.

Lif heill, félagi. 

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

J.V.J. Sér að venju aðeins það sem hann vill sjá. Það voru samflokksmenn Pallin sem fyrstir stukku á gagnrýnis- og efasemdavagninn, ekki andstæðingar.

Til glöggvunar fyrir J.V.J. þá horfi ég og hlusta á fréttir, þar hefur verið nokkuð fjallað um auglýsingaherferð McCain. En minna um herferð Obama því þær hafa meira snúist um pólitíkina og því minna fréttaefni.

En ég fæ ekki fréttir að ofan og er að því leitinu verr settur en guðsmaðurinn sem hefur að því leitinu fleiri rásir.  En þær fréttir sem innvinklaðir og sjálfskipaðir spámenn hafa flutt þaðan hafa í aldanna rás verið mjög svo misvísandi og óáreiðanlegar svo ekki sé meira sagt. Er ekki eitthvað minnst á falsspámenn í bókinni?

Satt er það J.V.J. að ég er Skagstrendingur og er stoltur af því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband