Fer Ragnar Aðalsteinsson ekki úr húsi án þess að gera fjölmiðlum viðvart?

Það er svo sannarlega falið vald hjá Ragnari Aðalsteinssyni lögfræðingi sem felst í því að láti hið opinbera eða aðrir andstæðingar skjólstæðinga hans að kröfum hans í hvívetna, fer hann með málið í fjölmiðla sem taka athugasemdalaust á móti öllu sem hann ber á borð og matreiða það að hans ósk hverju sinni.

Ragnar Aðalsteinsson hefur einstakt lag á að fá almenningsálitið í lið með sér og er ekkert heilagt ef svo ber undir.

Vonandi fá Breiðavíkurmenn leiðréttingu mála sinna þrátt fyrir gassagang lögfræðingsins. 


mbl.is Harma framgöngu forsætisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ragnar tekur oft að sér réttlætismál fyrir "lítilmagnann" svo það þarf ekki alltaf neinn gassagang til að almenningur standi með honum og skjólstæðingum hans. Hann stóð sig t.d. vel á Stöð 2 áðan þegar hann talaði um Breiðavíkurmálið. Svo er nú bara gott að þessi skandall íslandssögunnar sé ekki þagaður í hel.

Marta Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ragnar vinnur vel.......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

...en samt  ..mér finnst hann stundum einum of

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Á meðan fjölmiðlar kokgleypa allt sem frá honum kemur gengur honum vel, en mörgum ofbýður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2008 kl. 21:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi framganga forsætisráðherra er fyrir neðan allar hellur. Boðnar eru fram bætur til hvers einstaklings sem hefur þurft að þola áralanga misneytingu og ranglæti.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.9.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nú finnst mér þú Heimir vera að hengja bakara fyrir smið. Málið snýst um drenginga sem voru í Breiðavík, en ekki Ragnar Aðalsteinsson. Ég vona svo sannanlega að allir lögmenn sem hefðu tekið að sér vinnu fyrir þessa drengi hefðu faið í fjölmiðla með þessar staðreyndir. Því þetta er þjóðaskömm.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.9.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bæturnar eiga að vera 350 þús. - 2 milj. Lægri upphæðin er ekki fyrir "áralanga misneytingu og ranglæti."  Mér skilst að upphæðirnar séu m.a. fundnar út frá lengd dvalarinnar í Breiðuvík, þ.e. viss upphæð fyrir hvern mánuð í dvöl þarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 00:32

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég var ekki að leggja dóm á Breiðavíkurmálið sérstaklega, heldur er ég að benda á starfsaðferðir Ragnars Aðalsteinssonar.

Hverjar sem bæturnar verða að lokum, verða þær of litlar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.9.2008 kl. 11:12

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt Heimir. Þetta verður aldrei bætt, heldur er þetta táknræn gjörð í viðleitni til að viðurkenna gömul mistök. Ríkinu ber engin lagaskylda að úthluta peningum til þessara manna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ef hann Jón (ekki séra Jón) hefði tekið fjöldann allan af börnum og haldið þeim föngnum í einangrun, misþyrmt þeim, misnotað þau kynferðislega, sett þau í barnaþrælkun og orsakað stórkostlegan andlegan skaða....... hvað hefði verið gert við hann?  Ef hann væri stórefnaður, ætti fullt af peningum, hvað þyrfti hann að borga mikla sekt, miskabætur, skaðabætur og sitja lengi inni í fangelsi fyrir verknað sinn?

Nei, hann hefði verið vistaður inni á viðeigandi stofnun fyrir andlega-/geðsjúka , lokaður inni fyrir lífstíð, dæmdur sem ósakhæfur stórglæpamaður án möguleika á að fá reynslulausn.

Kær kveðja, Björn bóndi LMN=

Sigurbjörn Friðriksson, 5.9.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband