3.9.2008 | 13:40
"Þoli ekki svona fólk"
Það er ótrúlega gaman að hlusta á Halldór E. á Útvarpi Sögu. Hann er svo hógvær í skoðunum og hefur svo mikið álit á innhringjurum, viðmælendum sínum. Hann heldur að vísu að allir sem hringja inn búi í Æsufelli og getur það svo sem verið rétt hjá honum þótt ég leyfi mér að efast um það.
Það kom fram í morgun að Halldór hefur fengið mjög gott uppeldi af víðsýnum foreldrum ef marka má orð hans: "...ég man þetta úr æsku, alþingismenn ljúga og svíkja".
Um Hannes Hólmstein prófessor við Háskóla Íslands sagði hann: ".....ætti hann ekki að vera á stofnun?"
Það er hreint ótrúlegt hvað heimurinn væri einfaldur og góður ef þeir sem ekki eru sömu skoðunar og sjálfur þáttastjórnandinn væru bara vistaðir á viðkomandi stofnun.
Í morgun hringdi inn maður og lýsti skoðunum sínum á múslimum. Halldór varð fyrir svörum og gerði ekkert til að viðmælandinn héldi virðingu sinni, nema síður sé.
Halldóri þótti sem sé að viðkomandi ætti ekki að hafa skoðanir á múslimum og ætti að umbera allt í fari þeirra og ekki viðra neinar aðrar skoðanir.
Halldór E. sagði síðan:
"Þoli ekki svona fólk" og sleit sambandinu.
Skiljanlega er bara ein skoðun sem "við Æsufellsbúar" eigum að hafa og það er skoðun Útvarps Sögu.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig getur siðmenntað fólk hlustað á þessa sorastöð?
Þetta hlýtur að vera ein allra lélegasta útvarpsstöð á Íslandi frá því....ja, síðan Útrás var og hét.
Ótrúleg ófagmennska og tómt bull þarna löngum stundum.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að hlusta á stöðina en fljótlega gefist upp og slökkt. Ég er með lágan bullshit threshold þegar kemur að útvarpi og sjónvarpi...
En ég var að heyra merkilegan hlut Heimir, nú í dag, þegar talið barst að skoðanakönnunum um fylgi flokkanna. Ástæðan fyrir hruni Sjálfstæðisflokks væri sú, að "stuðningsmenn litlu klúbbanna séu farnir að styðja metnaðarlausa flokka eins og Samfó. Nú eru víst aðeins KRingar og einstaka Framarar eftir í Valhöll". (Eitthvað svoleiðis).
Snorri Bergz, 3.9.2008 kl. 16:47
Höslum okkur völl hjá Framsókn Bergz.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 16:59
Það er nú samt magnað hve allir geta haft einhverja skoðun á Útvarpi Sögu. Ég var einu sinni á Útrás og er nú á Sögu, þannig að mati Snorra hef ég starfað við lélegustu útvarpsstöðvar landsins. Það er mér heiður. Góðar stundir.
Markús frá Djúpalæk, 3.9.2008 kl. 19:52
Þú Markús hefur þann eiginleika að vera ekki með sleggjudóma og ert ekki ósamkvæmur sjálfum þér eins og Halldór í dæminu hér að ofan.
Þið sem ausið úr brunnum ykkar visku og öðru góðmeti daglega þurfið nauðsynlega að kunna að takaa með stillingu því sem um ykkur er sagt.
Viðtal þitt við fíkilsmóðurina frá Ísafirði var afskaplega vel af tungu leyst. Málið er viðkvæmt og þú fórst afskaplega vel með það traust sem konan sýndi þér.
Snorri er maður sinna orða og ég svara að sjálfsögðu ekki fyrir hann.
Ég opna oft fyrir Sögu því ég er löngu orðinn þreyttur á geldri dagskrá Rásar 2 og Bylgjunnar sem þó standa upp úr tónlistarstöðvunum. (Hér er vafasamt hvort eigi að nota "list").
Halldór var yfir sig hneykslaður á manninum fyrir að þola ekki múslima en sagði svo: "Þoli ekki svona fólk" og það kom svo sannarlega frá hjartanu.
Talmálsstöð hlýtur að vera hægt að reka án dónaskapar og óvægins niðurrifs á öllu því sem gert er af hálfu stjórnvalda.
Góðar stundir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 20:10
Þessi viðmælandi Halldórs sem "þoldi ekki múslíma" sagði að hann hefði horft upp á konu misþyrmt án þess að bregðast við og tilkynna málið, því hann "talar ekki við svona fólk".... kannski þolir Halldór ekki fólk sem er ekki tilbúið að hjálpa meðbræðrum sínum, hvernig sem þeir kunna að vera á litinn, í laginu eða hvaða guð þeir trúa á...
Markús frá Djúpalæk, 3.9.2008 kl. 20:51
Mér finnst þú vera að reyna að bera í bætifláka fyrir Halldór.
Ég heyrði samtalið og maðurinn var greinilega taugaóstyrkur .
Aðstæður gátu verið þannig að hann gat ekki kært og á það að vera hans mál, en ekki dómara á Sögu, enda á ekki að dæma í órannsökuðu máli.
Halldór situr uppi með að vera eins og hann er.
Þátturinn verður vafalaust endurtekinn.
Halldór þolir ekki svona fólk.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 21:13
Úff...það er nú að bera í bakkafullann að þú sért að dæma Halldór!
Ef það er eitthvað jákvætt við Sögu þá er það hann......... húmor og kaldhæðni er líklega fyrir ofan þinn skilning Heimir. En það er allt í lagi það er nóg til af öðru fólki sem hefur náð þeim þroska ;)
Heiða B. Heiðars, 3.9.2008 kl. 21:17
Þú ert greinilega af sama sauðahúsi og getur ekkert gert að því;-)
Mér finnst í lagi að hafa skoðanir og viðra þær án þess að fá ádrepu frá gáfnaljósini þér Heiða!
Hvenær bakkafylltist lækurinn á dómum um Halldór E.
Hlustaðu á þáttinn Heiða og dæmdu svo!!!!!!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 21:28
Ég hef ekkert við Markús að athuga, hvorki í skilningi Útrásar né Sögu. En því miður eru, og voru, of margir rugludallar inni á milli sem eyðileggja, og eyðilögðu, fyrir þeim sem voru að sinna starfi sínu.
Halldór E. og fleiri, já.
Snorri Bergz, 4.9.2008 kl. 07:43
Var Útrás útvarpsstöð?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2008 kl. 09:11
Útrás var lítið og krúttlegt framhaldsskólaútvarp þar sem margir af ágætustu útvarpsmönnum nútímans stigu sín fyrstu skref...
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2008 kl. 10:58
Þakka upplýsingarnar Markús.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.