Hver á að borga?

Mér finnst tillaga Vinstri grænna ákaflega góð og í tíma töluð að veita öllum nemum ókeypis í strætó hvar á landi sem þeir greiða útsvar.

Hinsvegar er ekkert ókeypis og einhver borgar fyrir nemana.

Væri ekki rétt að skylda stjórnmálaflokka sem leggja stórar útgjaldatillögur fram að vísa á tekjuliði á móti? 


mbl.is Allir nemar fái frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman að sjá dæmið reiknað til enda. Ég er viss um að aukin notkun á strætó (fríum strætó) myndi skila sér í miklum sparnaði í gatnagerð og viðhaldi gatna.

Þeir sem eiga ekki bíl, ættu þeir ekki að fá útsvarsafslátt þar sem þeir nota ekki vegina?

Karma (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dæmið hefur vafalaust verið reiknað til enda. Núna stendur upp á sveitarfélögin 7 sem eiga og reka Strætó bs. að leggja þeim 300 milljónir til sem vantar í reksturinn.

Á meðan svo er er það ábyrgðarhluti að skerða tekjur þeirra enn frekar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.9.2008 kl. 12:38

3 identicon

Sveitarfélögin græða mikið á því að fá hundruði nýja íbúa hvaðan af af landinu beint í tengslum við háskólana og framhaldsskólana. Það minnsta sem þau geta gert er að gefa mér frítt í strætó

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:44

4 identicon

Ef dæmið hefur verið reiknað til enda væri forvitnilegt að sjá þá reikninga.

Annars er ég sammála Tryggva, strætó er þjónusta sem ætti að vera að ókeypis fyrir alla. Einnig ætti að stórefla leiðakerfið þannig að strætó verði raunhæfur valkostur til samgangna.

Karma (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:31

5 identicon

Er auðvitað best að hafa frítt fyrir alla. Varla eru tekjurnar það mikill hluti af kostnaðinum...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:06

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ekki að hafa á móti því að frítt sé í strætó. Ég er að tala um að Strætó þurfi rekstrarfé svo fyrirtækið geti sinnt skyldum sínum við nema og aðra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.9.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Heidi Strand

Ég er alveg sammála Tryggva.

Heidi Strand, 1.9.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er sammála........

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.9.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband