Nú er sól í sinni

Í dag var undirritaður samningur milli ríkis og borgar þess efnis að borgin taki að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða í byrjun næsta árs.
Samninginn undirrituð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ásamt þeim Jórunni Frímannsdóttur Jensen og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.
Jafnframt undirrituðu þær þjónustusamning um að borgin sinni allri stoðþjónustu við 44 geðfatlaða einstaklinga og sjái um útvegun húsnæðis fyrir þá.
Það er átaksverkefnið Straumhvörf sem komið var á laggirnar með sölu Símans sem borgin yfirtekur með samningum þessum.
Samningunum var ákaft fagnað af fagfólki, aðstandendum og þjónustuþegum í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Með samningi þessum eru mörkuð tímamót sem undirstrika vilja forsvarsmanna ríkis og Reykjavíkurborgar til að gera þessum málaflokki sem best skil.
Aðalhöfundur þessa fyrirkomulags er Jóna Rut Guðmundsdóttir fyrrverandi forstöðukona Búsetu- og stuðningsþjónustunnar að Gunnarsbraut 51, sem var sérstaklega kölluð til þessa verks eftir frábæran árangur í starfi með þjónustuþega sem heyra undir B&S Gunnarsbraut 51. Höfum við aðstandendur tekið eftir því hversu miklar framfarir umbjóðendur okkar hafa tekið á tiltölulega skömmum tíma og er ekki að efa að fleiri aðstandendur munu líta glaðan dag þegar úrkostir Jónu Rutar ná til fleiri.

Fyrir hönd Aðstandendafélagsins Eirðar vil ég koma á framfæri okkar bestu þökkum til félagsmálaráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og síðast en ekki síst til Jónu Rutar Guðmundsdóttur fyrir frábært framtak.

Í dag er sól í sinni okkar mar
mbl.is Húsnæðisvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1031718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband