Náttúruparadísin Selvogur.

Suðurstrandarvegur frá Ölfusi að Grindavík hefur fengið verri útreið í umræðunni en efni standa til. Ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að aka þessa leið í mörg herrans ár því ég hef haldið að vegurinn væri svo slæmur. Það er skiljanlegt að heimamenn tali vegina sína út í ystu myrkur þegar þeir eru að knýja ráðamenn til úrbóta, en afleiðingarnar verða þá þær að fjöldi manna eru í mínum sporum og vilja ekki leggja bílana sína í ófæruna.

Í gær var ég á ferðalagi með félaga mínum um Ölfusið og kom hann með þá hugmynd að kíkja við í Selvoginum, líta á Strandarkirkju og koma við í T-bænum og þiggja veitingar.

Ég taldi öll tormerki á að þetta væri viturlegt því hann á afbragðs Mercedes bifreið sem ég taldi hættu búna af ónýtum vegi.

Hann hafði betur.

Ekki er að orðlengja það að vegurinn að Selvoginum var góður.  Svo góður að undrun sætti miðað við orðsporið.

Náttúrufegurð í Selvogi er slík að mig setti hljóðan, að ganga í glampandi sólskini og horfa á slétt Atlantshafið og hægt og sígandi brimið lemja grjótgarðana annarsvegar og iðagrænar hlíðarnar hinsvegar. Dagur sem gleymist seint. 

Áður en gengum til kirkju litum við við í T-bæ sem er veitingahús á þessum annars  eyðilega stað.

Undrun mín var mikil þegar inn var komið því þarna er rúm fyrir 70 manns í sæti og allar veitingar í boði þar með talið léttvín og bjór.

Veitingakonan Sigfríður  Óskarsdóttir hefur byggt staðinn upp úr engu á rúmum 10 árum sem ég tel afrek á þessum stað.

Að auki er hún með tjaldstæði og lítið sumarhús þar sem hún býður upp á svefnpokapláss.

Í fljótu bragði sýnist mér að tjaldstæðin séu grundvöllur þess að svo veglegt veitingahús er rekið á þessum fáfarna stað.

Í veitingahúsinu býður Sigfríður upp á sturtu fyrir tjaldgesti og aðra sem líta við.

Við félagarnir nutum góðra veitinga sem kostuðu fyrir báða eins og snarl fyrir einn úr lúgu í höfuðborginni.

Fádæma náttúrufegurð er við suðurströndina og og vegurinn það góður að jafnvel fínustu stássbílar úr bílskúrum höfuðborgarsvæðisins eiga skaðlausan dag á þessum vegi.

Strandarkirkja í Selvogi er einstök í röð kirkna á Íslandi, slík er trú manna á mátt hennar.

Upphaflega var hún reist fyrir áheit sjómanna í háska við ströndina árið 1888 og endurbyggð 1968.

Kirkjustaður hefur verið þarna frá um 1200.

Þetta er örugglega ekki síðasta skiptið sem ég kem í Selvoginn og vonandi verður matseljan Sigfríður þá við eldavélina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband