Gömul frétt en Morgunblaðið telur sig "skúbba".

Margoft hef ég á undangengnum mánuðum bent á þennan "skandal" í bloggskrifum mínum hér á Mogga. Blaðamenn Mbl hafa verið svo uppteknir í öðrum og "veigameiri" verkefnum að þeir hafa ekki gefið þessu máli gaum fyrr en nú.

Reglulega fékk borgarráð upplýsingar þess efnis að allt væri í lagi með kerfið þegar jafnvel vagnstjórar sæjum að ekki var allt með felldu. Ég hef oft líkt útgjöldunum við Grímseyjarferjukostnaðinn, en í því dæmi siglir viðfangsefnið og stendur fyrir sínu og mun gera um ókomin ár, en Smartdæmið skilur ekkert eftir sig.

"Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til."

Orð fyrrum fjármálastjóra Reykjavíkurborgar sem hér er vitnað til eru kostuleg. 

Hvar í veröldinni komast embættismenn upp með að sóa fé almennings átölulaust á þennan hátt annarsstaðar en á Íslandi?

Hver svarar nú fyrir R-listann um bruðlið og sukkið? 


mbl.is Smartkortakerfið klúðraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Verst finnst mér þó vanþekking vagnstjóra á nokkun þess að maður tali ekki um algjöran skort á þjónustuvillja sökum mótmæla faratækis mins hef ég gert áranguslausar tilraunir til að nýta mér strætó en með mjög misjöfnum árángri þó

Jón Rúnar Ipsen, 17.8.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þarf Strætó að efna til námskeiðs um notkun vagnanna fyrir fyrrverandi starfsmenn Jón?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.8.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Segjum tvö, ja svei.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.8.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ég mæli með að Jón Rúnar fjárfesti í góðum bíl. Nú er tækifærið að gera góð kaup.

Sigurbrandur Jakobsson, 17.8.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hef varla efni á nyjum bil sökum verkefnaskorts í vinnu.

Málið er það að þegar ég hætti hjá strætó ári 2006 þá hætti ég að nota strætó .

Jón Rúnar Ipsen, 17.8.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Nú þá er bara að fá sér betri vinnu, svo kemur betri bíll.

Ég er að hafa 2-3X Strætólaun á ári og er samt í fríi 2 mánuði þetta sumarið. Ég sé ekki eftir að hafa kvatt strætó, þó ég reyndar sakni stemmingarinar kringum strætó fyrst þegar ég var þar.

Sigurbrandur Jakobsson, 18.8.2008 kl. 09:21

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sama segi ég Sigurbrandur. Ég sakna andrúmsins sem var þegar ég byrjaði hjá Strætó. Það var svo sem búið að segja mér að trúnaðarmenn hlytu óblíða meðferð samstarfsmanna sinn og margir hefðu verið flæmdir burt. En að atgangurinn yrði svona hatrammur og studdur af svokölluðum yfirmönnum, því hefði ég aldrei trúað að óreyndu.

Gott að sjá að þú hefur það gott.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.8.2008 kl. 10:19

8 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þakka þér fyrir það, ég vona að þú getir sagt það þrátt fyrir veikindin.

Það eina sem ég hafði út á tímabilið mitt hjá Strætó, annað en þá kreppu sem fyrirtækið hefur verið að ganga í gegnum síðan 2005 (og sást best á mbl.is í morgunn), voru launin og það mikla vinnuálag sem fólk varð að leggja á sig til að hafa lámarksafkomu.

En þegar upp er staðið hefði ég aldrei viljað missa af þessu tímabil og á mjög margar góðar minningar, auk alls þess góða fólks sem ég kynntist og reyni að hafa svoldið samband við, eins og þig.

Skipsfélagar mínir segja að það hljóti að hafa verið gaman hjá mér þarna því ég fari ljómandi á flug þegar ég fer að segja frá strætóakstrinum. Segið svo að það sé ekki gaman að keyra strætó.

Bestu kveðjur til þín Heimir

Sigurbrandur Jakobsson, 18.8.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband