Lífið

Lífið er leikur að tíma.
Lærist fátt,
ef leggur þig ekki í líma,
að lifa (í) sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hvað er Heimir nú að bralla?

Sigurbrandur Jakobsson, 15.8.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef þú átt við daglegt líf Sigurbrandur, þá er ég í endurhæfingu eftir erfið veikindi auk þess sem ég gríp í leigubíl mér til tekjuauka.

En þú, alltaf á sjónum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Nei vinur minn ég er í frí. Bíð bara eftir nýju kvótaári, svo förum við að fá hann. Leiðinlegt að heyra, vonandi gengur endurhæfingin vel. Svona hlutir taka svo langan tíma og því miður alltaf uppá von og óvon. Þegar ég fótbrotnaði fyrir 2 árum var ég skíthræddur um að geta ekki stundað sjóinn aftur og jafnvel ekki keyrt heldur, en það rættist úr því. Er ekki frelsið meira á taxa en strætó. Mig hefur alltaf langað að prófa taxan til að fá samanburð.

Ég var nú reyndar líka að velta vísukorninu fyrir mér líka

Sigurbrandur Jakobsson, 15.8.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frelsið er meira á taxa en tímakaupið ekki til að hrópa húrra fyrir.

Vísan er hugleiðing mín um hversu skemandi það er að lifa í ósátt við samferðarfólkið, hver sem á í hlut.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Nei en stundum er líka best að vera ekki að reikna út frelsið í krónum og aurum. Það er of verðmætt til þess.

Mér var farið að detta það í hug varðandi vísuna. Ósætti og langrækni er einhver sá mesti heilsuspillir sem hægt er að hugsa sér. Því miður þekki ég dæmi þess að fólk sé súrt útí sína nánustu árum og jafnvel hægt að telja það í áratugum saman. Ég skil ekki í að það fólk geti nokkurntíman látið sér líða fullkomnlega nógu vel.

Sigurbrandur Jakobsson, 16.8.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband