Sagði Birna ekki sjálf upp?

Vísir, 02. júl. 2008 20:30

"Vagnstjóri segist rekin vegna bloggfærslu

mynd
Birna Magnúsdóttir

Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur.

„Ég held nú að þetta hafi aðallega verið vegna commenta sem ég setti á trúnaðarmannabloggið," segir Birna og á þar við bloggsíðu sem fyrrum trúnaðarmenn Strætó halda úti. Nokkur styr hefur staðið um Strætó undanfarið og var trúnaðarmanni félagsins sagt upp störfum vegna deilna.

„Ég steig fram á fundi eins og margir aðrir og tjáði mig um þessi mál. Okkur fannst mörgum forkastanlegt að reka manninn og bera hann nánast út," segir Birna sem hefur verið lausamaður hjá Strætó síðan í haust en þar áður hafði Birna verið 100% manneskja í níu ár.

Birna segist síðan hafa frétt það úti í bæ að búið væri að stroka sig út af starfsmannalistanum og trúnaðarmaður félagsins tjáði Birnu að það væri vegna umræddrar bloggfærslu. Hún hafði síðan samband við vaktstjóra sem staðfesti að svo væri. Sá sem átti að tjá henni um uppsögnina fór hinsvegar í sumarfrí og vissi Birna því lítið um uppsögnina fyrr en hún heyrði af henni úti í bæ. Það finnst Birnu sárt eftir tæp tíu ár í starfi.

„Ég hef fengið hrós frá farþegum sem þakka góðann akstur. Það gerist mun oftar en hitt og ég hef ekki verið talinn slæmur bílstjóri. Ég hef heldur ekki verið talin hafa lélega þjónustulund og er ekki kvartandi eins margir aðrir í vinnunni," segir Birna sem sá sig knúna til þess að tjá sig um umrætt mál, þar sem henni fannst með ólíkindum hvernig komið var fram við brottrekna trúnaðarmanninn.

Birna segist ekki vera búin að ákveða hvert framhaldið verði en hún er einungis með 30% starf við skúringar í kirkjuni sinni. „Ég hef verið í miklu sjokki yfir þessu undanfarið og veit ekki alveg hvað tekur við."

Ofangreint viðtal er á vísi .is.  Stafsetningin er Vísis.

Birna Magnúsdóttir á alla mína samúð. 

Hún segist hafa tekið upp hanskann fyrir brottrekinn trúnaðarmann og misst starfið fyrir vikið.

Er það enn eitt dæmið um strætisvagnstjóra sem telur sig eiga að stjórna fyrirtækinu í stað framkvæmdastjórans.

Það er ömurlegt að fólk skuli fórna lífsviðurværi sínu fyrir slíkan misskilning. 

Hvað ætlar þessi firra að vera lífsseig? 

Var Birna ekki búin að segja sjálf starfi sínu lausu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband