Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna borinn þungum sökum.

Öryggistrúnaðarmaður Vinnueftirlits ríkisins hjá Strætó ber stjórnendur og borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna þungum sökum á heimasíðu meintra fulltrúa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar http://bus.blog.is  í dag. Færsluna má finna undir fyrirsögninni: Vistakstur kostar!  og er skrifuð af "Siggu Hilmars".

Þar segir hún berum orðum að reynt hafi verið að æsa hana upp (svo hún hlypi á sig?) "til að geta bent á afsökun fyrir gerðinni".

Sjá: 

  "Ég efast ekki um að yfirmenn okkar alveg upp í borgarráð, vita upp á hár hvað þeir eru að gera við strætó.

Júlíus Vífill sjálfstæðismaður og borgarfulltrúi á mikilla hagsmuna að gæta í fyrirtækinu Allrahanda. Það er enginn vafi í mínum huga, að hann fær Reykjavíkurhluta strætó á silfurfati með miklum greiðslum með, frá borginni. Að þessu er róið öllum árum, og reynt að æsa upp starfsfólk til að geta bent á afsökun fyrir gerðinni. Þeir vita hvað þeir eru að gera. Þetta er enn einn einkavina og samflokksmannagreiðinn í Sjálfstæðisflokknum, spilltasta flokki Íslandssögunnar."

Ég efast ekki eitt augnablik um að orð öryggisfulltrúans eigi við rök að styðjast og hlýt því að spyrja borgarstjóra og framkvæmdastjórn Strætós hvort ekki sé of langt gengið.

Hér er á ferðinni grafalvarlegt mál og ekki vafi á að St.Rv. og BSRB muni skerast í leikinn. 

Auðvitað taka aðrir við ef starfsmenn standa sig ekki í stykkinu.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sé að SH hefur fjarlægt athugasemd sína af http://bus.blog.is og er það vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.6.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband