Reykfyllt bakherbergi formanns BSRB.

 Eftirfarandi sá ég á vefsíðu formanns BSRB. Þarna segir formaðurinn berum orðum að hann ræði hvorki við framkvæmdastjóra Strætó né stjórn, heldur "aðstandendur Strætó bs. sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu".

Hvað er Ögmundur að segja? Er hann ekki að segja að hann tali ekki við réttu aðilana framkv.stj. og stjórn heldur fari hann í bakherbergin og heimti framgöngu sinna mála þar?

Er þetta sæmandi formanni BSRB?

Brenndi ASÍ sig ekki nóg á þessum sama brottvikna manni þegar Ísal lét hann fara?

Þarf BSRB endilega að falla í sama brunninn?

Hvurslags verkalýðsforysta er þetta eiginlega? 

"6. júní 2008

HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ STRÆTÓ BS?

Mér þykir þú undalega hljóður um Strætó bs Ögmundur. Þar hefur logað allt stafna á milli vegna áminninga og uppsagna á trúnaðarmönnum. Öðru hvoru kemur þú fram í fjölmiðlum með málsvörn fyrir trúnaðarmenn en ég hefði búist við kröftugri viðbrögðum frá ykkur í BSRB?
Grímur

Þakka þér bréfið Grímur. Þetta er rétt hjá þér að í Strætó bs hefur verið ófremdarástand og stefnir í málaferli vegna þeirra atburða sem þú nefnir. Þessa dagana er verið að setja málin í dómstólafarveg og er það því misskilnigur að viðbrögð okkar séu ekki afgerandi. Þá erum við einnig með málin í viðræðuferli við aðstandendur Strætó bs. sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Áður en þessi mánuður er úti liggur vonandi ljós fyrir afstaða þessara aðila. Þá muntu líka heyra nánar frá okkur á opinberum vettvangi. 
Kv.
Ögmundur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband