Við sama heygarðshornið.

"Ég held að menn séu á villigötum ef þeir halda að ágreiningsmál sem þessi sé hægt að leysa með því að níða niður stjórnendur fyrirtækisins á þann hátt sem gert er, það a.m.k. stuðlar ekki að bættu andrúmslofti á vinnustað."

Þessi orð Hlöðvers Kristjánssonar fyrrverandi starfsmanns Ísals nú Alcan voru skrifuð 24. mars 2000 vegna árása Jóhannesar Gunnarssonar á Ísal í ræðu og riti.

Sjá menn einhver líkindi við opinber ummæli Jóhannesar í dag um stjórnendur Strætó bs.? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísal

já ég man eftir þessu og það vel, því miður.  En það borgar sig greinilega ekki að skrifa á heimasíðu þessara Trúnaðarmanna því ég var nú bara búinn að setja inn eina athugasemd, ja reyndar fyrirspurn og vitnaði þar í orð Jóhannesar frá fyrri tíð þar sem hann segir ,,Framkoma framkvæmdastjórnar og stjórnenda Ísal hefur verið með því móti að ekki er hægt annað en að nefna nokkur dæmi"

Með þessum orðum Jóhannesar fæ ég þann stimpil að ég sitji í framkvæmdastjórn Strætó!!!!   Ég sit og hef setið í nokkrum framkvæmdastjórnum og því er mér nú tamt að nota þetta orð.  Þó svo að trúnaðarmaður Strætó þekki bara tvo sem nota þetta orð og heldur því fram að ég með mitt ,,nýstofnaða blogg huhmmmmmmmm" sé hjá Strætó þá þekki ég mjög marga sem nota það! 

Ísal, 19.6.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ályktunarhæfninni má líkja við hundalógík. Ég hef reynslu af viðskiptum við þau.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2008 kl. 06:50

3 Smámynd: Ísal

Jæja, ekki þoldu trúnaðarmenn Strætó smá gagnrýni, þau hafa eytt út færslunni sem ég setti inn í gær og hún var nú kannski ekki svo mikil gagnrýni, aðallega ábendingar!

Þetta sýnir bara að það þýðir ekkert að tjá sig eitt eða neitt um svona mál, mikið rosalega skil ég framkvæmdastjórann og FRAMKVÆMDASTJÓRNINA HANS vel!

Ísal, 19.6.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi fjögurra manna klíka finnur að það fjarar undan þeim, enda skilur fólk ekki "baráttuna" því ekki snýst hún um kjarasamninga eða bætt kjör á nokkurn hátt. Einkastríð JG er það og verður.

Eitt er undarlegra en flest annað, en það er að ÖGMUNDUR JÓNASSON skuli hlusta á delluna í þeim.

Ég hef aldrei á minni lífslöngu ævi horft upp á aðra eins vitleysu og það í nafni verkalýðsbaráttu. Starfsmenn Strætó líða fyrir þráhyggjuna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.6.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband