Ögmundur Jónasson leggur blessun sína yfir verknaðinn því það þjónar pólitískum hagsmunum hans.

Lög stéttarfélagsins hafa verið brotin og ámælisvert að formaðurinn skuli komast upp með það. Hann hvatti til undirskriftasöfnunar sem leiddi til þess að stjórnin samþykkti að brjóta lög félagsins og vísa rétt kjörnum fulltrúum aftur í varamannaröðina. Mér hafa sagt grandvarir menn að söfnun undirskriftanna hafi verið ámælisverð svo ekki sé meira sagt. Hann lét 104 nöfn duga. Hver fór yfir listana og reyndi á áreiðanleika þeirra?Hversu margar undirskriftir þarf til að koma formanninum frá?Þarf yfirleitt að kjósa framar hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar?Er formaðurinn ekki fullfær um að velja fulltrúa og stjórnarmenn með undirskriftarlýðræðinu sem hann fann upp?Hefur formaður BSRB endalaust geð til að verja svona vinnubrögð?Það eru svo margar spurningar Ísal sem þarf að svara, en hvorki Garðar Hilmarsson né Ögmundur Jónasson sjá ástæðu til að svara fyrirspurnum mínum. Hefi ég þó sent þær beint til þeirra og er löglegur félagi í St.Rv. og þar með BSRB.Þeir segja með þögninni að gagnrýnisraddir eigi ekki upp á pallborðið hjá þeim. Ekki svaraverðar.Félagalög hafa verið brotin í aðildarfélagi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og formaðurinn Ögmundur Jónasson leggur blessun sína yfir verknaðinn því það þjónar pólitískum hagsmunum hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband