Hátt reitt til höggs. Grundvöllur málaferla.

Sumt fólk er með því marki brennt að halda að það eitt hafi rétt fyrir sér og að þeirra orð og skoðanir beri öðrum að virða í hvívetna og gott ef ekki að taka sem lög.

Ef einhver dirfist að vera annarrar skoðunar og ég tala nú ekki um að viðra þær og mótmæla fullyrðingum þessa fólks fær sá hinn sami yfir sig dembu fúkyrða, fullyrðingar um geðveiki, illar hvatir og bara allt sem nöfnum tjáir að nefna.

Undirritaður hefur fengið svona trakteringar yfir sig frá fólki sem telur sig handhafa sannleikans.

Hann hefur safnað broti af óhróðrinum saman og lagt fyrir virtan hæstaréttarlögmann hér í borg sem hefur unnið mörg meiðyrðamál fyrir dómstólum. Hann telur að skýlaus brot hafi verið framin á hegningarlögum í ummælum þessa fólks sem hann hefur séð á prenti. Munnmælasögur er verra að sanna, en vel hægt. Þær hefur hann ekki enn fengið á sitt borð frekar en allan sorann sem þetta fólk hefur látið frá sér fara í prenthæfu formi á undangengnum fáum mánuðum.

Það er varla að ég nenni að fletta í skjalasafni mínu og pikka fleira út fyrir hæstaréttarlögmanninn, en hann telur sök vísa í málinu ef af því verður.

Bæði er að ég vorkenni vesalings fólkinu innrætið og að ég hef nóg við tíma minn að gera sem er skemmtilegra, en að lesa viðbjóðinn enn einu sinni og þurfa síðan að velkjast í honum gegnum málaferli sem verða sóðaleg.

Þó er alls ekki loku fyrir það skotið að ég kæri viðkomandi og fari fram á að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og mér dæmdar miskabætur og sakakostnaður.

Sjáum hvað setur........... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísal

Jæja þá er ég búinn að kynna mér söguna eins og fyrrverandi trúnaðarmenn Strætó bentu mér á að gera.  Ég get ekki alveg skilið þetta þó svo að ég hafi nú víða komið við á minni lífsleið, rekið fyrirtæki, séð um starfsmannamál, kjarabaráttu og fleira þá er ég ekki að skilja þetta mál.  Best að taka það fram að ég hef aldrei unnið hjá Strætó en það kemur þessu svo sem ekkert við, er nú bara farþegi öðru hverju og líkar ágætlega.   Þau sem skrifa síðuna og kalla sig trúnaðarmenn, þau voru trúnaðarmenn þangað til á síðasta ári er þau sögðu af sér eins og þú hefur reyndar bent á hér.  Við taka ,,varatrúnaðarmenn" og þeir eru settir í embætti.  Svo allt í einu einn daginn hætta fyrrum trúnaðarmennirnir við að hætta og láta setja sig aftur í embætti.  Hvar í veröldinni myndi þetta gerast annars staðar, ja mér er spurn!  Ef ég set mig sjálfann í spor þessa framkvæmdastjóra þá skil ég hann vel, ég myndi aldrei samþykkja svona vinnubrögð og hefði lítið við fólk að tala sem hagar sér svona.  Það gilda lög í þessu landi og það gilda siðareglur í stéttafélögum og þar með talið í þeirra sem ber að fara eftir  - hver er að klikka hér spyr ég?

Ísal, 18.6.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lög stéttarfélagsins hafa verið brotin og ámælisvert að formaðurinn skuli komast upp með það. Hann hvatti til undirskriftasöfnunar sem leiddi til þess að stjórnin samþykkti að brjóta lög félagsins. Mér hafa sagt grandvarir menn að söfnun undirskriftanna hafi verið ámælisverð svo ekki sé meira sagt. Hann lét 104 nöfn duga. Hver fór yfir listana og reyndi á áreiðanleika þeirra?

Hversu margar undirskriftir þarf til að koma formanninum frá?

Þarf yfirleitt að kjósa framar hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar?

Er formaðurinn ekki fullfær um að velja fulltrúa og stjórnarmenn með undirskriftarlýðræðinu sem hann fann upp?

Hefur formaður BSRB endalaust geð til að verja svona vinnubrögð?

Það eru svo margar spurningar Ísal sem þarf að svara, en hvorki Garðar Hilmarsson né Ögmundur Jónasson sjá ástæðu til að svara fyrirspurnum mínum. Hefi ég þó sent þær beint til þeirra og er löglegur félagi í St.Rv. og þar með BSRB.

Þeir segja með þögninni að gagnrýnisraddir eigi ekki upp á pallborðið hjá þeim. Ekki svaraverðar.

Félagalög hafa verið brotin í aðildarfélagi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og formaðurinn Ögmundur Jónasson leggur blessun sína yfir verknaðinn því það þjónar pólitískum hagsmunum hans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband