Á morgun verður fyrirtaka í máli Jóhannesar Gunnarssonar fyrrverandi vagnstjóra og trúnaðarmanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í lok ágúst eða september.
Það var Jóhannes sem höfðaði mál hendur Strætó bs. vegna áminningar sem framkvæmdastjórinn veitti honum vegna ölvunar á Hlemmi á síðasta ári. Í millitíðinni hafði Jóhannes sagt af sér sem trúnaðarmaður, því hann hafði hvorki "geð né taugar" til að sinna trúnaðarstarfi sínu eins og hann sagði í afsagnarbréfinu.
Vafalaust munu margir bíða spenntir eftir málalyktum sem munu leiða í ljós hvort meðferð áfengis sé lögleg á Hlemmi og ekki síður að vera fullur þar.
Áreiðanlegar fréttir herma að Lalli Johns muni fylgjast spenntur með réttarhöldunum fyrir sína hönd og félaga sinna.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki í annað sinn sem Jóhannes Gunnarsson ,,hættir" sem trúnaðarmaður? Fyrst hjá okkar ágæta Ísal og nú hjá Strætó?
Ísal, 17.6.2008 kl. 21:25
Eftir því sem Jóhannes sagði mér á sínum tíma er þetta rétt hjá þér Ísal.
Jóhannes Gunnarsson hefur að því er virðist einstaka hæfileika til að taka að sér meira en hann er fær um. Svo er honum ákaflega illa við athugasemdir og að aðrir rýni í gjörðir hans, en hann verður að reikna með að þegar hann reiðir sjálfur hátt til höggs hljóta menn að standa upp til varnar.
Hann er enn að skipta sér af málefnum starfsmanna Strætó þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér sem trúnaðarmaður, hafi verið áminntur og vísað úr starfi. Sumir skilja ekki þótt skelli í tönnum.
Jóhannes sagði mér fyrir fáeinum misserum að hann ætti eftir eina lögsókn á hendur Rannveigu Rist. Hann sagði mér frá kæruefninu en ég endursegi það ekki að sinni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2008 kl. 21:44
Nú ætlar hann að fara í þann slag aftur já. Ekki dettur mér í hug að níða þennan mann né nokkurn annan í mínum skrifum en það sem mér þykir undarlegt er hvernig sum þeirra tala um á sínum heimasíðum, án þess að ég vilji nú ,,tjalda" á síðunum þeirra að ekki eigi að tala illa um fólk og að hinir og þessir séu að ,,skrifa illa um aðra og níða þá" á meðan þau fara gjörsamlega HAMFÖRUM um ákveðnar persónur og ber þá mest á hatri þeirra gagnvart framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Strætó. Jóhannes Gunnarsson skrifar þann 28 apríl 2000 á mbl.is. Þar ræðir hann um framkvæmdastjórn Ísal og skorar á stjórn fyrirtækisins og þá sérstaklega á þingmanninn Gunnar Birgisson. Hann virðist vera að endurtaka leikinn nú 8 árum síðar!
Ísal, 17.6.2008 kl. 21:53
Ég þakka þér Ísal fyrir liðveisluna. Það hefur nætt og mætt hér á síðum bloggsins undanfarna mánuði og stundum illt að vera einn. Liðstyrkurinn er vel þeginn.
Mér rennur til rifja að horfa upp á hvernig þetta lið leikur starfsmenn Strætó og hefur gert undanfarin ár. Það elur sífellt á óánægju og býr óánægjuefnin þegar þau eru ekki fyrir hendi. Allir vita hverjir arkitektarnir eru. Starfsmenn þurfa að hrinda þessum óþværum af höndum sér.
Mín afstað er mjög skýr: ég þoli ekki þessi óheiðarlegu vinubrögð, hef aldrei gert og mun aldrei gera.
Jóhannesi Gunnarssyni er greinilega í nöp við upprifjun á fyrrum "frægðarverkum" hjá Ísal.
Einkastríð Jóhannesar heldur áfram og engin merki eru þess að hann sé skírari.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2008 kl. 23:20
Ég sé að Garðar leggur jákvæð orð í púkkið.
Verst að mér er ekki til skrifa boðið á bloggsíðum arkitekta níðsins.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2008 kl. 23:25
Ég skoðaði greinina 28. apríl og fleiri greinar um líkt leyti í Mogga.
Hlöðver Kristjánsson skrifaði varnargrein fyrir Ísal föstudaginn 24. marz 2000 og komst m.a. svo að orði:
"Ég held að menn séu á villigötum ef þeir halda að ágreiningsmál sem þessi sé hægt að leysa með því að níða niður stjórnendur fyrirtækisins á þann hátt sem gert er, það a.m.k. stuðlar ekki að bættu andrúmslofti á vinnustað."
Getur verið að þessi orð megi færa til dagsins í dag og að Jóhannes Gunnarsson megi aftur taka þau til sín?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2008 kl. 12:08
Á ákveðnu bloggi er ég borinn sökum í dag um að hafa ort níðvísu ákveðna konu í gær. Hvar komst hún yfir hana og hvernig er hún?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.