Valsmenn ekki vandir að virðingu sinni.

Fréttablaðið segir frá framkomu Valsmanna við Hólmfríði Magnúsdóttur leikmann KR í leik liðanna s.l. miðvikudag.
Ég ætla ekki að leggja út af orðum stuðningsmanna Vals þau dæma sig sjálf: 

"KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kölluð fyllibytta á leiknum gegn Val á miðvikudag. Stuðningsmenn Vals sungu þessi niðrandi orð um leikmanninn, sem veit hvaða einstaklingar voru á bakvið hrópin.


„Það er sorglegt að vita að leikmenn meistaraflokks karla og kvenna í handboltaliði Vals eiga upptökin að þessu. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Þeir eiga að vita sem íþróttamenn hvernig á að haga sér á leikjum og þetta á auðvitað ekki heima á fótboltaleik," sagði Hólmfríður, sem lét orðin þó sem vind um eyru þjóta og var meðal bestu leikmanna vallarins.


„Þetta hafði engin áhrif, ég útilokaði þetta bara. En það er erfitt þegar tvö til þrjúhundruð manns kalla þetta í takt. Það kom mér mjög á óvart. Þetta gekk of langt. Mér finnst þetta óþroskað af fullorðnum einstaklingum. Á vellinum voru bæði krakkar úr yngri flokkum sem líta upp til mín sem og fjölskyldan mín," sagði Hólmfríður.- hþh"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til teljið framkomu ykkar til sóma eða hvað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband