Að standa við lunninguna með hendur í vösum.

Þekkt er sagan af skipverjanum á millilandaskipinu sem hafði siglt á Ameríku um skeið og var vanur að seinka klukkunni á leiðinni og þótti eðlilegt. Í einni inniverunni á Íslandi gerðist svo það að skipstjórinn fór í frí og annar tók við stöðu hans. Ekki nóg með það því önnur breyting varð á og nú skyldi siglt austur um haf til meginlands Evrópu. Á leiðinni var svo klukkunni flýtt. Heyrðist þá karlinn tuldra: "nýir siðir með nýjum herrum".

Hver framkvæmdastjóri fyrirtækis hefur sinn stjórnunarstíl og stefnu. Það er alveg sama hversu mikið starfsmenn eru á annarri skoðun um stefnuna; það er bara stjórnandinn sem tekur ákvörðun og hinna er að fylgja. Undirritaður hefur fallið í þá gryfju að andmæla, en bar að lokum þroska til að samsinna stefnu foringjans. Fáeinir aðrir sem voru samstarfsmenn undirritaðs eru enn að andæfa.

Þegar skipstjórinn segir að nú skuli sigla vestur um haf þýðir ekki fyrir undirmenn hans, hvort sem það eru hásetar eða stýrimenn að standa við lunninguna og neita að fylgja stefnunni, þeir vilji heldur fara til Evrópu. Þannig skapi farnir menn yrðu settir í land í næstu höfn.

Hjá umræddu fyrirtæki, Strætó bs. sem ég er að tala um hefur um árabil lítill hluti starfsmanna staðið við borðstokkinn og sagst vilja fara aðra leið en skipstjórinn og stjórn útgerðarfyrirtækisins. Þeir hafa fiktað í vélbúnaði sem og stýrisbúnaði og oft á tíðum seinkað för og valdið öðrum skaða. Nú síðast hafa þeir leitað skjóls í köldum faðmi stjórnmálamanna m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar hefur þeim verið synjað.

Eftirtekt vekur að flokkssystkin formanns BSRB sem mjög hefur haft sig í frammi, taka ekki undir málaleitan borgarfulltrúa Framsóknar og Samfylkingar í borgarráði. Segir það ekki mikið um villigötur starfsmanna og formanna BSRB og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar?

Starfsmenn Strætós eiga að hætta að standa við lunninguna með hendur í vösum og mótmæla ákvörðunarstaðnum og mynda þess í stað sterkt lið starfsmanna framsækins fyrirtækis í almenningssamgöngum. Þær verða sífellt verðmætari í hækkandi eldsneytisverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1032841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband