Forstjóri lagður í einelti af sérfræðingum.

Það hlýtur að vera fátítt að forstjóri stórs fyrirtækis sé lagður í einelti. Fyrirbrigðið einelti getur verið lúmskt, en líka mjög gagnsætt. Einelti má skýra á margan hátt t.d. þegar síendurteknar rangar sakargiftir eru bornar á menn, þegar hópur fólks (stundum lítill, stundum stór) gerir ítrekaða hríð að einstaklingi með það fyrir augum að lítillækka hann í augum annarra. Svæsið einelti er þegar ráðist er á einkalíf viðkomandi og t.d. fjölskyldan er dregin inn í söguna. Opinberar ávirðingar í ræðu og riti eru taldar sérstaklega áhrifaríkar þegar reynt er að fá allan almenning til liðs við eineltishópinn.

Margir hafa sótt sér fræðslu með það fyrir augum að útiloka einelti á vinnustað. Sérstakir öryggistrúnaðarmenn eru kjörnir af starfsfólki og á viðkomandi öryggistrúnaðarmaður að hafa sérstakt auga með að enginn starfsmaður þurfi að þola þá áraun og álag sem eineltið er. Vitna ég hér til orða öryggistrúnaðarmanns Strætó bs. sem segir á Moggabloggi sínu: 

"Mér ber sem öryggisfulltrúa Vinnueftirlitsins að hindra einelti og ofbeldi á vinnustað."

Undir fyrirsögninni:

 "Frábær fundur vagnstjóranna."

Segir öryggistrúnaðarmaðurinn eftirfarandi:

"Ég er mjög stolt af mínum félögum eftir fundinn sem var haldinn í kvöld, og  ég er mjög stolt af því að Ögmundur Jónasson og Garðar Hilmarsson eru okkar forsvarsmenn. Ég er stolt af Gísla Hall lögfræðingi, og ég er þakklát fyrir öflugan stuðning þeirra við okkur.

En, eftir að hafa heyrt hver samskipti þessara manna hafa verið við stjórnendur Strætó bs, er ég enn reiðari en nokkurn tíma áður. 

Maður spyr sig, hvernig stendur á því að sá eða þeir pólitíkusar sem standa á bak við Reyni Jónsson framkvæmdastjóra Strætó geti varið það fyrir sínum kjósendum að þeir dæli út milljónum í að borga sektir vegna brottrekinna starfsmanna. Hvaðan tekur Ármann Kr. Ólafsson þá peninga? Hann er sá sem helst ver gerðir Reynis Jónssonar, og virðist vera tilbúinn að ganga svo langt að borga sektir fyrir hann vegna ólöglegra uppsagna. Þetta mál er að fara fyrir dóm. Ætlar strætó að skerða þjónustuna enn frekar til að taka sektarpeningana þaðan? Ja, maður spyr.

Miðað við það sem Ögmundur sagði okkur í kvöld, hefur hann farið í nánast alla aðila innan byggðasamlagsins og borgarfulltrúa, en þeir hafa flestir farið í gardínufeluleikinn, líkt og millistjórnendur strætó gerðu nýlega. Þeir vilja ekkert kannast við sína ábyrgð og vísa hver á annan. Á meðan horfumst við starfsfólk í augu við svívirðileg lögbrot gagnvart okkur. 

Stór huggun er samt fólgin í því að þessi framkvæmdastjóri er lögbrjótur, sem sérhæfir sig í að brjóta vinnuverndarlög og stéttarfélagslög. Slíkir menn grafa sína eigin gröf. Verði honum vikið frá strætó fyrir lögbrot sín í starfi, er hæpið að nokkur maður vilji fá hann í vinnu. Öfugt við starfsfólkið sem hann er að brjóta á."

Ef þessi opinberu ummæli bera ekki ofbeldi vitni, veit ég ekki þýðingu þess orðs. 

Þarna kemur mjög skýrt fram að Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Sigríður Hilmarsdóttir öryggistrúnaðarmaður Vinnueftirlits ríkisins hjá Srætó bs. leggjast öll á eitt við að ófrægja einn mann; framkvæmdastjóra Strætó bs.

Hafa þau þrjú lært nóg um hvernig best er að leggja mann í einelti? Þau eiga að vera sérfræðingar á þessu sviði.

Sigríður Hilmarsdóttir öryggistrúnaðarmaður hjá Strætó hefur skipulagt herferðir áður og gerir enn svo sem sjá má af skrifum hennar. Hún virðist misskilja hlutverk sitt hrapallega. Hún á að vernda en ekki skipuleggja. 

Þeir Garðar og Ögmundur eru greinilega að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Reyni Jónsson rekinn úr starfi og funda stíft í bakherbergjum til að fá vilja sínum framgengt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband