28.5.2008 | 09:58
Enn sígur á ógæfuhliðina hjá starfsmönnum Strætó bs.
Á visir.is er grein í fyrradag um málefni Strætó bs. og starfsmanna. Þar segir m.a.:
"Trúnaðarmennirnir gera einnig athugasemd við að eiginkona framkvæmdarstjóra Strætós bs. er framkvæmdarstjóri Heilsuverndarstöðvarinnar Inpro."
Ef blaðamaðurinn Breki Logason vill hafa það sem sannara reynist ætti hann að lyfta símtóli og spyrjast fyrir um hver sé framkvæmdastjóri Inpro, því sá gengur ekki til hvílu ekki með Reyni Jónssyni eftir því sem áreiðanlegar heimildir herma. Framkvæmdastjóri Inpro heitir Hörður Harðarson.
Þá segir eftirfarandi á visir.is í gær:
"Reynir segir þetta byggt á misskilningi því menn geti verið með sína heimilislækna og tilkynnt sín veikindi þangað.Trúnaðarlæknir Strætó geti hinsvegar leitað til viðkomandi læknis og fengið staðfestingu um veikindi viðkomandi starfsmanns.
Hann bendir einnig á að í kjarasamningi milli aðildarsamtaka Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins, frá 19.febrúar sl., sé bókun um tilkynningu til trúnaðarlæknis/þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar.
Þar segir að samningsaðilar muni skipa viðræðunefnd sem ætlað er að semja um fyrirkomulag varðandi tilkynningu veikinda til trúnaðarlæknis/þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar og mun nefndin eiga samstarf við Persónuvernd, Landlækni, Vinnueftirlit ríkisins og hagsmunaaðila.
Reynir segir að vinna nefndarinnar sé í fullum gangi en henni er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 30.nóvember 2008. Komist samningsaðilar að sameiginlegri niðurstöðu skal samningur þeirra teljast hluti af kjarasamningi aðildarsamtaka þeirra, m.a Stærtó bs., og taka gildi 1.janúar 2009.
Í bókuninni segir einnig að á meðan framangreindri vinnu standi geri samningsaðilar ekki athugasemdir við starfsemi þjónustufyrirtækja á sviði vinnuverndar sem fengið hafa viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem þjónustuaðila á sviði vinnuverndar og tilkynningarskyldu starfsmanna þeirra."
Feitletraða klásúlan hér að ofan boðar heldur betur stefnubreytingu ef ég skil íslenskt mál rétt. Þar vitnar framkvæmdastjórinn í ASÍ og Samtök atvinnulífsins.
Í dag semur fyrirtækið beint við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem er í BSRB en ekki ASÍ.
Þetta þýðir með öðrum orðum að Strætó bs. hefur ákveðið að semja ekki aftur við StRv í haust þegar samningar renna út, heldur ganga í Samtök atvinnulífsins og semja við Eflingu. Reynir Jónsson fullyrðir það reyndar síðar í viðtalinu sem ég hef líka feitletrað.
Þetta hafa menn haft upp úr krafsi svokallaðra trúnaðarmanna og formanns StRv að ógleymdum formanni BSRB.
Margsinnis hef ég varað við þessari þróun sem ég tel miður fyrir starfsmenn.
Sannast máltækið; "ekki veldur sá er varar."
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1033268
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.