Harmleikurinn hjá Strætó heldur áfram. Einn svokallaðra trúnaðarmanna hefur verið rekinn frá störfum og var gert að hætta samstundis. Að því er virðist er kornið sem fyllti mælinn hvatning hans til annarra vagnstjóra að hægja á starfseminni og valda þar með skaða á starfsemi fyrirtækisins og ekki síður á högum viðskiptavina þess, ásamt því að boða til frekari aðgerða.
Þessi ummæli lét hann falla í viðtali við blaðamann DV og endurtók þau í viðtali við fréttamann Bylgjunnar og fleiri.
Sem betur fer hlýddu vagnstjórar ekki kallinu og unnu sín störf óaðfinnanlega eins og jafnan,
Umræddur viðmælandi DV var kjörinn trúnaðarmaður/fulltrúi en sagði því ábyrgðarstarfi lausu með bréfi dagsettu 3. desember 2007, m.a. með þessum orðum:
"Að vel athuguðu máli höfum við undirritaðir, trúnaðarmenn og varatrúnaðarmenn hjá Strætó ákveðið að segja okkur frá öllum afskiptum af trúnaðarmannastörfum fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.....
--------
Vegna yfirlýsinga, og ógnanna framkvæmdastjóra Strætó bs. og deildarstjóra akstursdeildar, við okkur og í okkar garð er sjálfgefið að okkar starfi er lokið. Við höfum ekki taugar né geð að eiga í stríði við atvinnurekanda okkar."
Fyrir tilverknað formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var hann svo endurræstur ásamt hinum með aðferðum sem ekki þekkjast í íslenskum félagalögum og varla annarsstaðar í viðmiðunarlöndum okkar.
Formaður BSRB hefur með afskiptum sínum lagt blessun sína yfir þessa nýtilkomnu aðferð gegn löglega kjörnum varamönnum sem eðli málsins samkvæmt höfðu tekið við störfum trúnaðarmanna/fulltrúa.
Stjórnendur Strætó bs. viðurkenna ekki réttmæti endurreisnarinnar; geta það ekki samkvæmt laganna hljóðan, en StRv. neitar að ræða það á málefnalegum grundvelli.
Ég starfaði í tæp fjögur ár hjá Strætó og var trúnaðarmaður/fulltrúi í tvö ár. Ég kynntist innviðum fyrirtækisins vel og veit að þessi "hatramma deila" snýst ekki um samningsbrot eða á nokkurn hátt brot á rétti starfsmanna.
Það er engin deila í gangi. Málið snýst eingöngu um að koma framkvæmdastjóranum frá störfum ásamt hans helstu samstarfsmönnum.
Áður hefur sama liðið "afrekað" það að koma Lilju Ólafsdóttur og Ásgeir Eiríkssyni frá störfum. Bæði voru þau mjög hæf en máttu lúta "lýðræði" afturhaldsafla innan starfsmannahópsins. Sami hópur hefur með rógi og níði flæmt marga vagnstjóra frá fyrirtækinu.
Aðalhöfundur þessa harmleiks er formaður StRv. sem braut lög félagsins og ýtti undir vitleysuna.
Þau voru búin að segja: "Við höfum ekki taugar né geð að eiga í stríði við atvinnurekanda okkar."
Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar mátti og átti að skilja þau orð og æra ekki óstöðuga.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1032841
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.