Tilraun til skemmdarverka á Strætó fór út um þúfur.

Það er ömurlegt að fylgjast með fyrrverandi samstarfsmönnum hjá Strætó. Enn reyna þeir að efna til ósættis meðal starfsmanna og skemmdarverka á starfsemi fyrirtækisins. Í gær reyndi fámenn klíka  biturra og hatursfullra manna að hægja á ferðum vagnanna með það eitt fyrir augum að valda fyrirtækinu skaða. Hótuðu tvö þeirra opinberlega að halda skemmdarverkum áfram ef þetta dygði ekki að þeirra mati.

 

Árangur erfiðis þeirra var enginn. Enginn samverkamanna þeirra fór að tilmælum þeirra vegna þeirrar einföldu ástæðu að þau eru einangruð í sínum hugarheimi og aðrir taka ekki mark á þeim.

Sært stolt yfir eigin mistökum stýrir gerðum þessa fólks. Þá eru þau að reyna að fá starfsmenn með sér til að fá því framgengt að framkvæmdastjóri Strætó bs. verði rekinn úr starfi. Það eina sem þau telja hann hafa til saka unnið er að gera heiðarlega tilraun til að koma á aga í fyrirtækinu. Til þess hefur hann ekki fengið frið frá þessari fámennu klíku sem er skipuð fólki sem hefur undanfarin mörg ár talið sig vita betur um fyrirtækjarekstur en þeirra æðstu yfirmenn. Þessi bábilja er ekki ný af nálinni.

 

Klíkan hefur tælt formann StRv til fylgilags við sig.

 

Þau hafa reynt að fá kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur til að hlusta á ófræginguna um framkvæmdastjórann sem og alþingismenn.

Allt kemur fyrir ekki, framkvæmdastjórinn styrkir sig í sessi með hverjum deginum sem líður. Að sama skapi fjarar undan rétti klíkunnar til að halda störfum sínum hjá Strætó, því nóg er til af hæfu fólki sem vill og getur  skammlaust sinnt störfum vagnstjóra og varðstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hvaða fólk var þetta?

Sigurbrandur Jakobsson, 23.5.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhannes Gunnarsson og Ingunn Guðnadóttir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.5.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekki er Ingunn líka farinn frá Strætó??

Sigurbrandur Jakobsson, 23.5.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki mér vitanlega. Það er sorglegt hvernig þau hafa haldið á málum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.5.2008 kl. 04:19

5 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Mini Bus

Er ekki kominn tími til að finna út hver stjórnar hjá þessu fyrirtæki þannig að þessi fíflagangur hætti og fólk fari að fá tiltrú á strætó þá gæti kannski fjölgað þeim sem vilja nota þjónustu þeirra.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 25.5.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Núna eru um það bil tvö ár siðan ég sagði upp stðrfum hjá strætó bs sökum þess að hver höndin var upp á móti annari starfsmenn gátu hvorki né vildu standa saman þeir sem höfðu skoðun og tjáðu hana voru hótað brottrekstri . Það sem mér fannst hvað verst þá var að það ver trúnaðarmaður sem kom þeim skilaboðum til min eftir það var traust mitt til tráunaðamanna hjá strætó bs ekki neitt . Þess vegna koma þessar upp ákomur mér bara ekkert á óvart . samstaða er ekki orð sem er í orðaforða starfsmanna strætó bs

Jón Rúnar Ipsen, 25.5.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón, þetta rímar við það sem ég hef heyrt frá vagnstjórum. Síðasti sem ég talaði við í óformlegri könnun minni á viðhörfum vagnstjóra var miður sín yfir trúnaðarmannamálinu en sagðist ekki skipta sér af því "því það væri öruggara". Túlki það svo hver sem vill.

Vésteinn Valgarðsson, 26.5.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vésteinn.... jæja sleppum því bara ......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.5.2008 kl. 21:36

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dóri, framkvæmdastjórinn hefur sýnt að það er hann sem stjórnar fyrirtækinu og "sumir" skilja ekki að kominn er yfirmaður sem lætur ekki beygja sig.

Hann fer að lögum og uppfyllir kjarasamninga í hvívetna, en klíkan sættir sig ekki við að lúta stjórn.

Málið snýst um það að báðir aðilar efni kjarasamning.

Þetta er ekki verkalýðsbarátta heldur skipulagt einelti gegn framkvæmdastjóranum og hans helsu samstarfsmönnum.

Eins og sjá má nota þau svipaðar baráttuaðferðir og múslimskir heitrúarmenn nota sem girða sig sprengjubelti og kveikja sjálf á sprengjunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.5.2008 kl. 18:14

10 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Afhverju ert þú svona reiður Heimir þetta er farið að líta út sem einelti hjá þér

Jón Rúnar Ipsen, 27.5.2008 kl. 22:00

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er síður en svo reiður Jón. Mér líkar bara ekki og hefur aldrei líkað, þegar fólk snýr sannleikanum á haus

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.5.2008 kl. 22:13

12 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Sammál því  min skoðun að þessi mál verði aldrei til lyktar leidd í fjölmiðlum . Held að í ljósi þess málin eru komin í sjáfsheldu verði aðeins leyst úr þeim fyrir dómstólum því miður

Jón Rúnar Ipsen, 27.5.2008 kl. 22:23

13 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Ég hef verið til sjós og þar hefur bara verið einn skipsstjóri enda gengur ekki að það séu margir sem ráða á sömu skútunni það endar með uppreysn sem þarf að berja á bak aftur.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 27.5.2008 kl. 22:39

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alveg sammála þér Dóri. Einn skipstjóri á skútunni, sanngjarn og réttlátur, aðrir hlýða og efna þar með kjarasamning líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband