Kjötborgarmyndin sýnd í Skjaldborg Patreksfirði um helgina.

Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur kjörbúðin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján eru goðsagnir í lifanda lífi, síðustu móhíkanar smákaupmannastéttarinnar. Með sjarmann og samhjálpina að vopni hefur þeim tekist að lifa af á meðan samherjar þeirra hafa orðið að víkja fyrir ráðandi markaðsöflum. Fylgst er með daglegu lífi þeirra bræðra og varpað upp myndum af vel völdum fastakúnnum.

 

Leikstjórn: Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir
Framleiðandi: Villingur ehf., Þorfinnur Guðnason
Kvikmyndataka: Friðrik Guðmundsson
Myndvinnsla / klipping: Stefanía Thors
Tónlist: Sindri Már Sigfússon
Lengd: c.a. 47 mín.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bróðir minn var þarna. Kjötborgar-myndin var víst heiðruð sérstaklega á hátíðinni. Ég hlakka til að sjá hana. Kjötborg var hverfisbúðin mín í 20 ár. Heiðursbúð.

Vésteinn Valgarðsson, 13.5.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gaman að heyra það frændi. Mér er sagt að þeir bræður ætli að bjóða viðskiptavinum og öðrum velunnurum á sýningu í einhverju kvikmyndahúsa borgarinnar.

Það er því rétt að kíkja við næstu daga eða vikur og fylgjast með!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Kjötborg fékk Einarinn

Heimildamyndin Kjötborg hlaut „Einarinn“ svokallaða á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði sem var haldin um helgina. Áhorfendur sjálfir ráða því hver hlýtur verðlaunin. Í fyrra var það Sófakynslóðin sem hlaut verðlaunagripinn sem er smíðaður af og kenndur við Einar Skarphéðinsson, smíðakennara á Patreksfirði. „Það var gaman að þessu, þetta var flott mynd og vel pródúseruð. Þau voru vel að þessu komin“, segir Geir Gestsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhátíðar.

Kjötborg fjallar um bræðurna Kristján og Gunnar sem halda enn uppi merkjum kaupmannsins á horninu. Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir leikstýrðu myndinni, en Þorfinnur Guðnason framleiddi.

tekið af BB.is einnig er hægt að lesa nánar á 

 http://www.patreksfjordur.is/

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 13.5.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér fyrir Dóri afbragðs fréttamennsku. Svo sem sjá má hafa fregnir borist suður með dóttursyni Jórunnar Viðar.

Kjötborgarbræður eru vel að athyglinni komnir og vegur stórmarkaðarins við Grund vex að verðleikum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.5.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband