12.5.2008 | 11:15
Vinsamleg tilmæli til Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra.
Ágæta Jóhanna.
Þú ert heldur betur að taka til í félags- og tryggingarmálum. Ekki veitir af eftir alltof langa kyrrsetu framsóknarmanna á stólum þessara ráðuneyta.
Mig langar til að biðja þig að kíkja á eitt atriði.
Fyrr á þessu ári neyddist ég til að þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég fæ 113. 656 krónur frá þeirri ágætu stofnun til að lifa af. (Enn sem komið er hef ég ekkert fengið frá lífeyrissjóði, en það er í umsóknarferli og vonast ég til að fá um 35.000 krónur á mánuði frá honum.)
Ég þarf auðvitað ekki að segja þér að ég hef talið mér trú um að sæmilega háar skattgreiðslur mínar í áratugi hafi í og með verið til að tryggja mér fallhlíf við kringumstæður sem þessar.
Í þeirri trú sótti ég um heimilisuppbót sem er krónur 24.856 fyrir skatta eins og aðrar upphæðir sem ég nefni hér.
Tryggingastofnun neitar mér um heimilisuppbótina á þeirri forsendu að systurdóttir mín frá Svíþjóð hafi búið hjá mér í vetur vegna náms síns við Söngskólann í Reykjavík.
Íslensk lög virðast gera ráð fyrir því að ef einhver er búsettur á sama heimili sé það tekjubót fyrir styrkþega hins opinbera. Gildir þá einu hvort viðkomandi er í skóla og vinnur ekki með náminu.
Það getur vel verið að ég lifi af að fá ekki heimilisuppbótina, en ekki er víst að aðrir geri það sem svipað er ástatt um og eru ekki eins þurftalitlir og ég.
Viltu ekki líta á þessar reglur Jóhanna með það fyrir augum að sanngirnin sé ávallt í fyrirrúmi?
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Nú hefði ég viljað koma til þín svari vegna þessa erindis. Bið þig um að senda mér tölvupóst til að svo geti orðið.
Bestu kveðjur,
Hrannar Björn Arnarsson, 19.5.2008 kl. 16:08
Þakka fyrir skjót viðbrögð ykkar Jóhönnu.
Netfangið er: afiheimir(hjá)simnet.is.
Aftur þakkir og kærar kveðjur,
Heimir L. Fjeldsted.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.5.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.