10.5.2008 | 21:06
Ný hugsun í málefnum efnaminni.
Það er þörf á nýrri hugsun í félagslegri þjónustu við lágtekjufólk og eignalítið. Þessir hópar eiga fárra kosta völ þegar að húsnæðismálum kemur.
Þúsund manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík einni og sífellt bætist við. Leigumarkaðurinn er dýr og óhagkvæmur þrátt fyrir húsa- leigubætur.
Mín hugmynd er í stuttu máli þessi: Opinber sjóður, gæti verið á vegum ríkis og/eða borgar myndi leggja fé í íbúðarkaup með einstaklingum.
Tökum dæmi af eignalitlum einstaklingi sem er á örorkubótum og hefur því ekki mikil fjárráð. Hann þarf sæmilega tveggja herbergja íbúð en getur ekki staðið undir afborgunum af hærra láni en sjö milljónum króna. Íbúðin kostar hinsvegar 15 milljónir og mun þá viðkomandi sjóður eiga þær átta milljónir sem upp á kaupverðið vantar.
Sjóðurinn mun ekki krefjast endurgreiðslu svo lengi sem einstaklingurinn býr við þröngan hag og mun heldur ekki krefjast leigugjalds af sínum hluta íbúðarinnar.
Einstaklingurinn býr sem sagt við öryggi og tiltölulega lágan húsnæðiskostnað og hið opinbera í þessu tilviki. Félagsbústaðir sem ég set inn í myndina núna geta sinnt félagslegum skyldum sínum af mun meiri krafti en hingað til. Sjálfsmynd einstaklingsins stækkar ef að líkum lætur.
Er eftir einhverju að bíða?
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það þurfi að útfæra þessa hugmynd betur, frændi. Að óbreyttu mundi svona sjóður bara auka olnbogarými seljenda til þess að hækka verð, en mundi auk þess veita fé úr ríkissjóði (vösum skattgreiðenda) til seljendanna. Fasteignasalar og verktakar væru væntanlega þeir sem mundu hagnast mest. Athyglisverð hugmynd, samt.
Vésteinn Valgarðsson, 12.5.2008 kl. 04:52
Auðvitað útfærum við hugmyndina áður en til framkvæmda kemur frændi, en orð eru til alls fyrst.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.