8.5.2008 | 13:35
Bréf til Vésteins frænda míns Valgarðssonar.
Það sem skiptir máli í þessu frændi er að hremmingum þarf að linna. Starfsmenn eiga skilið að til starfa taki trúnaðarmenn sem eru löglegir svo samband við framkvæmdastjórann komist á.
Hann hefur tamið sér annan stjórnunarstíl en forveri hans vegna þess að honum var uppálagt að koma skikk á starfsmannamálin og hann var varaður við vinnubrögðum trúnaðarmanna sem voru leynt og ljóst að reyna að koma fyrri SVR-tímum aftur á. Fyrrverandi fyrsti trúnaðarmaður fór um með í ósannsögli og rógburði um sína nánustu samstarfsmenn og fyrrverandi framkvæmdastjóra og sá sem telur sig vera fyrsta trúnaðarmann núna hefur gerst ákafur sporgöngumaður hans.
Á meðan ríkjandi ástand er, getum við ekki annað gert en vorkenna starfsmönnum, því svokallaður fyrsti trúnaðarmaður heyr einkastríð sitt við framkvæmdastjórann vegna áminningar sem hann fékk eftir fyllerí á Hlemmi og er bakkaður upp af formanni StRv og BSRB.
Sú áminning hefur verið kærð og verður að líkindum tekin fyrir í haust hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og hvernig sem málalyktir verða þar mun niðurstöðunni verða áfrýjað til Hæstaréttar og málslok verða kannski eftir rúmt ár þar á bæ.
Á meðan hafa kjarasamningar runnið sitt skeið (31.okt.08) og eins og málin standa í dag er óvíst hvort Strætó bs. geti sóma síns vegna samið aftur við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem þeim ber engin skylda til.
Sem skynsamur maður frændi, trúi ég því ekki að þú ljáir máls á slíkri ósvinnu.
Málið í hnotskurn:
Strætó samþykkir ekki trúnaðarmennina sem voru búnir að segja af sér og kosning hefur ekki farið fram.
Starfhæfir varatrúnaðarmenn eru hunsaðir af StRv. þvert á lög félagsins.
Svokallaður fyrsti trúnaðarmaður er í einkastríði.
200 starfsmenn líða fyrir vitleysuna.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki fyrirtækisins að samþykkja trúnaðarmenn. Þeirra trúnaður er fyrst og fremst við sitt samstarfsfólk. Ef félagið tekur það til greina að þeir dragi uppsögn sína til baka, eftir að 104 vagnstjórar hafa skorað á þá til þess, þá hlýtur það að telja ærna ástæðu til þess. Það verður fróðlegt að sjá hverjar málalyktir verða.
Þetta mál þar sem þeir komu á Hlemm undir áhrifum áfengis segir líka sitt. Það var kannski vanhugsað af þeim að mæta á kaffistofuna, en þeir voru samt sem áður í fríi. Hvað finnst þér annars um það, þegar framkvæmdastjórinn hringdi í lögreglu morguninn eftir og lét stöðva einn trúnaðarmanninn þar sem hann var að aka vagni sínum, til þess að láta hann blása í áfengismæli? Hann var auðvitað ekki undir áhrifum -- en ef framkvæmdastjórann grunaði að hann væri það, hefði þá ekki verið nær að láta hann blása áður en hann ók af stað?
Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir, þá var það framkvæmdastjórinn sem greip tækifærið til að klína smjörklípu í feldinn á trúnaðarmönnunum, til þess að festa þá í þessu þras-máli og gera þeim erfitt fyrir. Væntanlega til þess að veikja stöðu þeirra og þar með styrkja sína eigin í málum sem kæmu upp.
Vésteinn Valgarðsson, 8.5.2008 kl. 17:52
Í fyrsta lagi hlýtur framkvæmdastjórinn að kanna hvort þeir sem telja sig trúnaðarmenn hafi rétt fyrir sér. Framkvæmdastjórinn er sjálfur í félaginu greiðir sín stéttarfélagsgjöld. Hann þekkir lög félagsins og hann mátti vita að eftir afsögnin trúnaðarmannanna (sem þeim var vissulega heimilt) getu þau ekki komið fram aftur sem trúnaðarmenn nema að undangengnum kosningum. Ég geri ráð fyrir að lögmaður Strætó hafi kannað málið áður en framkv.stj. hafnaði samskiptum.
Meintir trúnaðarmenn hafa farið fram opinberlega og sakað fyrirtækið um að brjóta landslög og framkvæmdastjórann um að brjóta kjarasamninga. Á hvern hátt er óljóst.
104 undirskriftir eru tilmæli. Að setja falleraða trúnaðarmenn aftur inn er lögbrot.
Eitt sinn ók ég varðstjóra um miðjan dag til þess að hitta lögreglumenn á vettvangi þar sem vagnstjóri var látinn blása í blöðru. Það var ekki sautjándi júni.
Vagnstjórinn blés og reyndist ökufær.
Að framkv.stj. hafi láti F.R blása sýnir aðgát og varfærni, því ef minnsti grunur leikur á að vagnstjóri hafi haft áfengi um hönd og ekur svo daginn eftir, verða menn að vera á varðbergi.
Vissulega hefði verið betra að viðkomandi varðstjóri hefði athugað málið fyrir vinnu. Það brást og næst besta kostinn valdi framkv.st.
Sem betur fer var vagnstjórinn edrú og allir gátu unað glaðir við sitt.
Ég var þarna við störf samtals í tæplega fjögur ár og get vitnað um það að oftar hefði þurft að sýna ámóta varkárni...
Þau voru fjögur sem voru ölvuð á Hlemmi eða fimm ég man það ekki (en þú getur séð það á vef Jóhannesar Gunnarssonar).
Hin fóru til framkv.stj. og báðust afsökunar á framferði sínu, en Jóhannes ekki.
Hann fékk áminningu en ekki hin.
Það leiðinlega við þetta er minn ágæti frændi, er að svokallaður fyrsti trúnaðarmaður virðist ekki skilja sitt hlutverk sem vagnstjóri ólíkt framkvæmdastjóranum sem virðist skilja sitt hlutverk.
Þv í fyrr sem svokallður fyrsti trúnaðarmaður skilur svo einfaldan hlut því betra fyrir alla 200 starfsmenn Strætó bs.
Ég kann vel að meta það að þú skulir verja vin þinn hjá Strætó eins vel og raun ber vitni, en láttu ekki töluna 104 villa þér sýn; hún var.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2008 kl. 18:31
Ég veit ekki hver talan er núna, mín vegna gæti hún eins verið orðin hærri. Þeir vagnstjórar sem ég hef rætt við hingað til hafa frekar verið á línu Jóhannesar og félaga. Það getur vel verið að þeir hefðu átt að hugsa málin aðeins betur; ég er ekki dómbær á það. Ég get hins vegar ekki sagt að ég sé impóneraður yfir framkvæmdastjóranum. Það er án efa fróðlegt að sitja fundi hjá St.Rv. þar sem þetta er rætt, trúnaðarmannaráðsfundi eða því um líka. Vill nokkuð svo til að þú vitir hvenær næsti aðalfundur félagsins er? Ætli hann sé kannski nýafstaðinn?
En ég sé, frændi minn, að þú situr fastur við þinn keip og ég við minn. Ætli við komumst nokkuð mikið lengra með þessa umræðu að sinni.
Vésteinn Valgarðsson, 8.5.2008 kl. 18:50
Ég held að við séum báðir keipfastir frændi.
Þess vegna sendi ég Garðari Hilmarssyni opið bloggbréf áðan og spurði hann þriggja spurninga sem brenna á vörum a.m.k. 105 starfsmanna Strætó.
Við getum tekið upp þráðinn aftur ef þurfa þykir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.