7.5.2008 | 14:11
Jörundur Hundadagakonungur bylti stjórn landsins fyrir 199 árum.
Það bar til tíðinda árið 1809, nánar tiltekið 20. júní að breska freigátan Margaret and Ann sigldi inn á Reykjavíkurhöfn og varpaði akkerum. Freygátan var í eigu kaupmanns frá Lundúnum sem var með í för og hét Samúel Phelps. Skipið var hlaðið varningi og var skipstjóri John Liston. Þá var með í för túlkur sem hafði komið hingað til lands um veturinn 1809 og þekkti hann því nokkuð til staðhátta. Var þar kominn Jörgen Jörgensen og "barst mikið á".
Þegar freigátan Margaret and Ann hafði haldið kyrru fyrir í nokkra daga gerðist það sunnudaginn 25. júní þegar flestir bæjarbúar voru við guðsþjónustu í Dómkirkjunni að stórbátur frá freigátunni var settur á flot með tólf skipverja undir árum. Reru þeir til lands, en komu við í danska skipinu Orion sem var á vegum Trampe greifa sem þá var nýlega kominn frá Danmörku eftir tveggja ára útivist og settu þar upp fána bresku krúnunnar. Gætti ekki mótstöðu.
Að svo búnu biðu menn átekta í bátnum, eða þar til messu í Dómkirkjunni lauk um tvö leytið.
Gekk þá á land sveit 13 manna sem allir voru vopnaðir byssum og korðum og héldu þeir rakleiðis að húsi Trampe greifa við Austurvöll.
Inn gengu skipstjórinn og Jörgen Jörgensen við fjórða mann, en hinir gættu utandyra.
Hljóður fylgdist dágóður hópur fólks meðframvindu mála. Þótti mönnum all nokkur bið borga sig , því sjálfur greifinn sást koma út með tveimur breskum hermönnum sem leiddu hann á milli sín.
Var róið með fangann út í freigátuna Margaret and Ann og hann hafður þar í varðhaldi.
Daginn eftir eða hinn 26. júní 1809 var hengd upp á áberandi stað í Reykjavík stór auglýsing með undirskrift Jörgens Jörgensens. Var hún í 11 greinum og var 1. gr. svohljóðandi:
"Allur danskur myndugleiki skal upp hafinn á Íslandi".
Þar með var hafin hin fyrsta og eina stjórnarbylting sem átt hefursér stað á Íslandi.
Nokkru síðar eða 12. júlí var í fyrsta sinn dreginn fáni hins unga lýðveldis að húni.
Þá sagði: " hið íslenska flagg skal vera blátt, með þremur hvítum þorskfiskum á, hvörs virðingu vér viljum takast á höndur að forsvara með voru lífi og blóði."
Freygátan Margaret and Ann heilsaði hinum nýja þjóðfána með 11 fallbyssuskotum.
Undir auglýsingunni stóð:
"Útgefið undir vorri hendi og signeti. Jörgen Jörgensen. Alls Íslands verndari og hæstráðandi til sjós og lands."
Eins og öllum er kunnugt var þetta skammvinnt lýðræði og var þjóðin aftur færð undir vorn danska kóng hinn 22. ágúst 1809.
Spurt er, munu landsmenn minnast þessa merka kafla í Íslandsögunni að ári?
Rétt er að geta þess að í stað gæsalappa nefni ég skrif Tómasar Guðmundssonar sem helstu heimild mína að framansögðu.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.