3.5.2008 | 10:35
Enn af starfsmannamálum Strætó - líður að lokum.
Ég var að svara athugasemd frá manni við færslu frá í fyrradag og sá að þetta var orðin sjálfstæð færsla sem ég birti að sjálfsögðu.
Ýmsum kann að finnast ég vera að bera í bakkafullan lækinn með skrifum mínum um starfsmannamál Strætó og kann það vel að vera.
Mér til réttlætingar vil geta þess að ég ber hag starfsmanna einfaldlega mér fyrir brjósti og blöskrar sú heift sem ræður för þeirra sem í fararbroddi.
Lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gera ekki ráð fyrir að hægt sé að koma aftur inn sem fulltrúi/trúnaðarmaður eftir afsögn. Ekki frekar en að Björn Ingi Hrafnsson gæti komið aftur í borgarstjórn og rutt núverandi borgarfulltrúi Óskari Bergssyni úr vegi sem kom inn sem varamaður þrátt fyrir 1004 áskoranir þar um, ef einhver væri svo úti að aka að beita sér fyrir slíkri söfnun.
Sömu reglur gilda einfaldlega víðast hvar í félögum, hvort heldur það er borgarsamfélagið, þjóðfélagið eða stéttarfélög, skráðar reglur eru til að fara eftir þeim, en ekki tækifærisreglur.
Lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir kosningum á tveggja ára fresti og lög um sveitarfélög gera ráð fyrir kosningum á fjögurra ára fresti.
Engar undirskriftasafnanir breyta þessum lögum.
Það fer að styttast í að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar viðurkenni mistök sín og dragi ólöglegan gjörning sinn til baka. Þá taka löglega kjörnir varamenn við trúnaðarmannastörfum og eðlilegt samband kemst á við yfirmenn fyrirtækisins, en það hefur ekkert verið.
Þau sem telja sig trúnaðarmenn í dag hafa ekkert gert annað en að heyja einkastríð um það hvort ákveðinn maður hafi mátt vera fullur á Hlemmi og með áfengi um hönd.
Það getur ekki talist réttindamál starfsmanna Strætó bs.en viðbúið er að Lalli Johns fylgist spenntur með málalokum þó hann myndi aldrei fara í mál vegna þess.
Þessir ólöglegu trúnaðarmenn munu aldrei ná nokkru máli í gegn hjá framkvæmdastjóra Strætó vegna þess að hann sér í gegnum lögleysuna og samþykkir þau ekki. Á meðan tifar klukkan og kjarasamningar renna út.
Mér sýnist að óbreytt ástand bjóði líka upp á það að Strætó bs. neiti að semja við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um annan samning, því hvaða fyrirtæki getur borið virðingu fyrir viðsemjanda sem brýtur eigin lög?
Þá hef ég líka á tilfinningunni að eigendur Strætó bs., sveitarfélögin sjö, sjái sé ekki fært að halda úti starfsemi þegar sífellt er verið að fást við starfsmenn um aukaatriði, en aldrei vikið að því sem vel er gert og uppbyggilegt.
Hvernig á að vera hægt að halda uppi samræðum við fólk sem einatt rekur mál sín með upphrópunum í blöðum í kæruformi, kærir til lögreglu, Vegagerðar, Vinnueftirlits og Umboðsmanns alþingis og er bakkað upp af stéttarfélagi sínu og BSRB í allri firringunni?
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er allt að verða vitlaust hjá Strætó Blindfullir vagnstjóra á frívöktun að flækajst með strætó og kærumál út um aallt það er greinilegt að ég fór frá strætó á réttum tíma
Jón Rúnar Ipsen, 4.5.2008 kl. 13:20
Þetta er bara vitleysis barátta Jón.
Það er löngu liðin tíð að byggja réttindabaráttu á innantómum slagorðum og bulli.
Þá er það löngu liðin tíð að halda að menn komist upp með að brjóta lög og það verður aldrei leyft þrátt fyrir áskoranir og undirskriftir þess efnis.
Hvað heldur þú að sagt yrði við 104 trukkabílstjóra sem færu fram á að þurfa ekki að stoppa á rauðu ljósi ef enginn bíll væri að koma úr hliðarátt?
Því fyrr sem þessir fáu vagnstjórar hjá Strætó skilja eðli og grundvöll laga, því betra.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.